Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Qupperneq 15

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Qupperneq 15
Hann mundi aldrei slá af nokkurri kröfu I „Lítið á þennan þrjózkufulla hnakka — hann mundi aldrei slá af nokkurri kröfu“. Þessi orð hefur norski málarinn, prófessor Axel Revold, eftir aldavini sínum og list- félaga, Jóni Stefánssyni, er hann rifjar upp forna námsdvöl þeirra í París undir hand- arjaðri hins fræga meistara, Henri Matisse. I þetta sinn hafði talið borizt að sjálfs- mynd Cézannes, og „þegar Jón lagði út af Cézanne, féll það í hlut okkar hinna að verða einungis áheyrendur“, bætir Revold við. „Slíkur var þessi íslendingur, að hann var þess umkominn, löngu á undan okkur hinum, að skilgreina hina leyndardóms- fullu kynngi í verkum þessa hefðdýrkandi og nýskapandi meistara. Og hann var furðulega skarpur og markvís í skilgrein- ingum sínum. Þetta var okkur vissulega mikill ávinningur, ofan á hið daglega erf- iði, þar sem við lögðum alla krafta fram við að leita hins einfalda í von um því máttugri túlkun. Alveg eins og Matisse gat það, og gat sagt það með táknrænni franskri rökvísi“. Jón Stefánsson á um það sérstöðu meðal íslenzkra listamanna, að hann kemur ekki fram á sjónarsviðið fyrr en hann er orðinn fullþrozka og gagnmenntaður listamaður með ótvíræðum persónueinkennum í skiln- mgi og stíl. Hann er meira að segja kominn undir fertugt, þegar landar hans kynnast verkum hans fyrst, upp úr heimstyrjöld- inni fyrri, og þá hefur hann gefið sig allan við list sinni í nærfellt tvo áratugi. Segja má revndar, að hann hafi á námsárunum verið betur settur fjárhagslega en margir ungir listamenn og fyrir því átt síður en þeir veraldlega afkomu undir sölu mynda sinna. Slíkt er þó engin skýring, og vér þurfum auk þess því síður á henni að halda sem allur listferill Jóns Stefánssonar hefur verið skilmerkilegt svar við þeirri spurningu, hvers vegna hann lét svo lengi, að því er virðist, ljós sitt undir mæliker. Hlífðarlaus sjálfsagi og skrumlaus hollusta við hið dýpsta og sannasta í listinni veldur mestu uin það, að nú mun vart til nokkur mynd hans, eldri en frá árinu 1916. Mörg- um, sem til þekktu, mun að sjálfsögðu hafa blöskrað vægðarleysi þeirrar gagnrýni, sem Jón beitti sjálfan sig, og einn af vinum hans, norskur maður, ráðlagði honum bein- b'nis að leggja málaralistina á hilluna, — ekki af neinni vantrú á hæfileikum hans, heldur einfaldlega vegna þess, að hann evðilegði allar myndir sínar og mundi aldrei verða ánægður með neitt, sem hann sjálfur gerði. Ekki þarf að efa, að Norð- maðurinn hafi varpað fram þessari biturlegu ráðleggingu í góðum hug, en sennilega hef- ur honum sézt yfir þann einfalda sannleika, sem fleirum reynist auðgleymdur, að ein- mitt slílc árvökul og knýjandi sjálfsóánægja er hverjum og einum höfuðskilyrði þess að verða mikill listamaður.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.