Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Síða 17

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Síða 17
JÓN STEFÁNSSON 11 II Jón Stefánsson hefur, allt frá því hann varð stúdent 19 vetra, dvalið meginhluta æfi sinnar erlendis. Evrópumenningin, forn og nv, hefur mótað hann og auðgað, en samt umfram allt leitt hug hans sífelldlega að Tslandi og skerpt skilning hans á því, sem er upprunalegast og sannast í eðli lands og þjóðar. Um þetta ber list hans ótvíræðast vitni og það er athyglisvert, að nærfellt öll viðfangsefni hans hafa verið af íslenzkum toga. Hið eina, er telja mætti til undantekningar, eru nokkrar manna- mvndasamstæður, sem raunverulega eru óstaðbundnar, og örfáar sævarmyndir („en sjórinn er alþjóðlegur“, segir Jón Stefáns- son). Erlendu landslagi bregður yfirleitt ekki fyrir hjá honum og jafnvel stærstu hópmyndir hans, svo sem hið frábæra mál- verk, Borðhald undir berum himni, sem margir Islendingar kannast við frá veit- ingastaðnum Frascati í Kaupmannahöfn, eru alíslenzkar að raun og gerð. Vegur Jóns Stefánssonar hefur þannig frá öndverðu legið um náttúruna til list- arinnar. Slíkt þykir máske ekki allstaðar g'óð latína á vorum tímum, og verður vit- anlega hver og einn að eiga þá skoðun við sjálfan sig. Um Jón ætla ég það sannast, að hann vilji ekki að öðru jöfnu gera upp á milli þeirra listamanna, sem „mála eftir náttúrunni“, eins og oft og ranglega er komizt að orði, og hinna, er sækja við- fangsefnin í hugmyndir sínar. I þessu sam- bandi væri þó ekki fráleitt að minna á þá skoðun, sem sjálfur Braque, annar aðal- höfundur kúbismans, orðaði eitthvað á þá leið, að hver sá listamaður, sem glat- ar snertingunni við náttúruna, hafni ófrá- víkjanlega í einberri skrautlist (dekor- ation), og ennfremur mætti benda á það, sem Matisse segir í hinni alkunnu stefnu- yfirlýsingu sinni frá 1908: „Eg hygg, að dæma megi lífsmagn og kraft listamanns- ms eftir því, hversu honum tekst, undir beinum áhrifum náttúrunnar, að skipa nið- ur þeim snöggu hugarliræringum, sem hún vekur honum, svo að hann geti, t. d. eftir lauslegu uppkasti, horfið dag frá degi til sömu kenndar og lokið þannig því verki, sem hann hefur hafið. Slíkur hæfileiki er til vitnisburðar um það, að listamaðurinn á nægilegt vald yfir sjálfum sér til að geta tamið sig að nauðsynlegum aga“. Þessi orð, sem gætu átt við fremstu landslagsmálara vora, leiða hugann ósjálf- rátt að íslenzkri náttúru. Merkur maður, sem hér var eitt sinn á ferð, kvað hafa furð- að sig' á því, að allir Islendingar skyldu ekki verða listmálarar, og koma þau um- mæli reyndar því aðeins frumlega fvrir, að haft sé í huga, að þau eru sett fram af út- lendingi. Fæstir erlendir gestir skynja Is- land að nokkru marki fyrr en eftir langa viðkynningn og hin stóru form og miklu dýptir landslagsins, slungin síbreytilegum litum, eru ekki til þess fallin að leiða þá í allan sannleika í skjótri svipan. Að sama skapi hefur þessi sterka og óstýriláta nátt- úra reynzt mörgum listamanni vorum örð- ugri viðfangs en jafnvel skvnbærustu list- fræðingum erlendum getur auðveldlega hugkvæmzt, og hefur þess einatt gætt í dómum þeirra um myndlist vora. En ef til vill sýnir fátt betur hið algilda í allri sannri, mannlegri og „þjóðlegri“ list, en einmitt það, hversu hinum stórbrotnu verkum Jóns Stefánssonar hefur tekizt á erlendum vettvnngi að knýja vandlátustu gagnrýnendur til virðingar fyrir íslenzkri mvndlist. III Það væri sennilega mjög ranglátt. að bera unga listamenn vora þeim sökum, að þeir láti sér fátt finnast um þá öldnu meistara, er hófu íslenzka mvndlist til vegs á fyrsta þriðjungi tuttugustu aldar, en öll hefði hin unga kynslóð gott af að leggja sér á minni, hversu þeir brutu ísinn og ruddu henni leiðina. Það varð hlutverk þessara gáfuðu og yfirlætislausu forustumanna að vekja þjóð sína til nýs skilnings á umhverfi og list og allar seinni kynslóðir listamanna

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.