Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Síða 18

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Síða 18
12 HELGAFELL búa að því endurlausnarstarfi, sem þeir inntu af hendi. Þessi staðreynd liggur vitanlega hverj- um manni í augum uppi, en samt er hér ekki á hana drepið að ófyrirsynju. Ef boðendum liinnar yngstu listar þykir sem þeir eigi skilningsleysi að mæta, mega þeir helzt ekki gleyma því, að forgöngumenn þeirra voru á sínum tíma engu síður langt á undan samtíðinni. Það er sannast mála, að myndlist sú, er þessir brautryðjendur fluttu til Islands, olli slíkri byltingu í hug- arheimi alls almennings, að hún á sér raun- verulegar fáar hliðstæður. „Ég man svo langt, að myndir mínar komu sumum hér heima einkeunilega fyrir sjónir“, sagði Jón Stefánsson eitt sinn í viðtali. „Þeir, sem eingöngu höfðu vanizt náttúrueftirlíking- um, dæmdu þær samkvæmt þeirri stefnu og urðu þær þá að sjálfsögðu léttar á met- unum. Listdómari einn komst til dæmis þannig að orði í blaðagrein, að ég væri að reyna að gera betur en guð almáttugur“. Eg hygg, að bæði Asgrímur og Kjarval gætu sagt margar sögur, er færu í svipaða átt og þó er nú svo komið, að list sömu manna er stundum talin til „einfaldrar náttúrustælingar“! En það er samt alveg ástæðulaust að gera sér verulega rellu út af slíkri þróun. Þær öfgar, sem mörgum finnst hún bera vitni um, eru, þegar til kastanna kemur, einungis speglun réttmæts ótta við hrörn- un og kyrrstöðu, en þær fá engu ráðið um varanlegt gildi góðra listaverka. Og sízt af öllu mundu þeir meistarar, sem ég nefndi, kjósa ungum listamanni þau örlög að elta fótspor þeirra í blindni. Ég hef þvert á móti ekki hitt neinn listamann, ungan eða gamlan, er taki Jóni Stefánssyni fram um heiðarlegan skilning á háska stöðnun- arinnar eða fvlgist af ríkari gleði með hverri viðleitni til nýrrar leitar að listrænum sannleika. Honum er það hvorttveggja

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.