Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Qupperneq 19

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Qupperneq 19
JÓN STEFÁNSSON 13 í senn, lífsreynsla og trúarsannfæring, að einlægni listamannsins, kunnátta hans og hrifningarfull ást á viðfangsefninu, en hvorki stíll né stefna, skeri úr um það, hvort honum tekst að gæða verk sitt því sjálfstæða innra lífi, er eitt gefur því gildi. Ég hef oft, í kynnum míunm við þennan gáfaða og víðmenntaða mann, mátt reyna hina sáru umhyggju hans fyrir framtíð íslenzkrar listar, og umburðarlyndi hans gagnvart ungum listamönnum stenzt sennilega flestar raunir, aðrar en yfirlæti og sýndarmennsku. IV Karlmannlegur andi, spakvís rökræðu- maður með margháttaða þekkingu — þannig lýsir Axel Revold vini sínum Jóni Stefánssyni ungum í minningagrein þeirri, er ég vitnaði til í upphafi. Um Jón hei'ur það einnig verið sagt, að ef honum tækist að skrifa endurminningar sínar af sama ímyndunarfjöri og hann getur sagt frá þeim, mundi hann verða talinn mikill rit- höfundur. Flestir, sem Jón þekkja, munu einhverntíma hafa hugsað á svipaða lund, og oft hef ég harmað, að honum skuli ekki hafa unnizt tími til að miðla öðrum í rit- uðu máli af auði hugsana sinna, þekking- ar og reynslu. I nánu frændliði Jóns eru skáld og ritsnilllingar, svo sem Jónas Hall- grímsson og Jóhann Sigurjónsson, og það hef ég líka fyrir satt, að eitthvað hafi hann hneigzt í sömu átt á fyrstu stúdents- árum sínum, en hann mun þó snemma hafa lagt þær tilraunir á hilluna. Honum varð sjálfum ljóst, „að sköpunargáfa hans leitaði ósjálfrátt viðfangsefnum sínum forms í skyndilegum hugsýnum, og þá hlaut að vera miklu eðlilegra að túlka þær í myndum en orðum.“ Ég leiði hjá mér að ræða tæknileg rök

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.