Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Page 20

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Page 20
14 helgafell þess skáldskapar, sem Jón Stefánsson hef- ur síðan fest á léreftið, enda hafa margir aðrir gert það betur en mér væri unnt. Hins vegar gæti ég vitanlega sagt sitthvað um áhrif þau, sem einstök verk lista- mannsins hafa á mig haft, en þó er hætt við, að það yrði fremur lýsing á sjálfum mér en viðfangsefninu. Ahrif myndlistar verða yfirleitt ekki túlkuð í rituðu máli fremur en áhrifum ljóðs verður lýst í mynd- um Hvorttveggja getur borið sjálfstæðan árangur, en þá er túlkun myndarinnar orð- ið að ritlist og myndlist komin í stað kvæðisins. En kunnáttusamleg athugun á verkum listamannsins getur allt að einu leitt í ljós markverð sannindi uni höfund þeirra, viðhorf hans og vinnulag, og greitt fyrir skilningi annarra á eðli þeirra og sér- kennum. Um Jón Stefánsson hefur allmargt ver- ið ritað, einkum á erlendum málum, og nokkrir ágætir höfundar hafa gert list hans góð skil. Hér verða þau skrif ekki rakin, en ég get þó ekki stillt mig um að minna á grein, sem Emil Thoroddsen ritaði árið 1943 um íslenzka listmálara og teljast verður með því skilmerkilegasta, er skrifað hefur verið um þau efni í stuttu máli. En um Jón Stefánsson kemst hann m. a. svo að orði: „Jón Stefánsson er einlægastur, einarðastur og heilsteyptastur hinna ís- lenzku málara. Hann fórnar aldrei sann- leikanum á altari eintómrar yfirborðsfeg- urðar. Þess vegna virðist sumt, sem hann málar, vera lirjúft og ómjúkt, en það er ávallt mótað í form af slíkum sannfæring- arkrafti, listin sjálf er orðin slík nauðsyn, að áhorfandinn freistast til að snúa orðtaki Scipios upp á myndlistina og segja: Necesse est pingere, sed non vivere. (Það er nauð- syn að mála — en ekki að lifa.) Er það ekki sama tilfinning, sem gagntekur mann við áheyrn symfóníu eftir Beethoven, þegar hin óskeikula rökvissa innblásinnar sköp- unar birtist manni: Svona er það og svona á það að vera? Er ekki innblástur lista- mannsins hið sanna ljós, er leiftraði skyndi- lega um Sál á veginum til Damaskus?“ V Það ræður af líkum, að listamaður með miskunnarlausu vandlæti Jóns Stefánsson- ar vinni sér erfiðlega, og sennilega mundi engum vaxa í augum fjöldi þeirra mál- verka, sem hann hefur látið frá sér fara, en reyndar skiptir slíkt ekki mestu máli. Hitt má oss vera umhugsunarefni, að mörg fremstu verk hans hafa selzt erlendis og sjálfur hefur víst listamaðurinn ekki veru- lega hugmynd um, hvar ýmis þeirra eru niður komin. Enginn efast um, að þau séu góðir fulltrúar Islands, hvert á sínum stað, en vegna merkilegrar sérstöðu þeirra í ís- lenzkri listmenningu, væri allt að einu æski- legra að geta í framtíðinni gengið að sem flestum þeirra vísum hér heima. í þessu sambandi væri ekki úrleiðis að minna á það, að nokkrum af ágætustu verkum mál- arans mun enn óráðstafað og eru þau geymd í ICaupmannahöfn, þar sem Jón hefur einnig haft vinnustofu. Vonandi verður til þess séð, að myndir þessar fari ekki á víð og dreif og gæti Listasafn ríkis- ins bætt fyrir margar ávirðingar með því að tryggja sér þær í tíma. Einnig mætti hugsa sér, að höfuðborg vor, sem fyrr eða síðar hlýtur að koma sér upp listasafni, ætti þar hlut að máli. Það þarf enginn að halda, að í framtíðinni liggi listaverk Jóns Stefánssonar á glámbekk, og það skyldu opinberar stofnanir ekki hvað sízt hafa í huga. T. G.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.