Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Page 22

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Page 22
HERMANN PALSSON: ) Orðasmíð og málhreinsun Síðastliðið sumar reit ég grein handa Helgafelli um móðurmálskennslu í íslenzk- um skólum. Einn helzti tilgangur þeirrar greinar var að sýna veilur núverandi fyrir- komulags og benda mönnum á neikvæða afstöðu kennara til móðurmálsins. Eg lagði einkum áherzlu á, að í skólunum væri van- rækt að kenna nemendum nógu víðtækan orðaforða í íslenzku, og því hlyti hug- myndaþroski þeirra að bíða hnekki við. Afleiðingarnar af hinni ófullkomnu og þröngsýnu móðurmálskennslu eru svo auð- sæjar, að naumast þarf að vekja á þeim athygli. Nemendur koma úr skólunum illa hugsandi á móðurmáli sínu. Þeir hafa kynnzt erlendum hugmyndum og fyrir- bærum, sem þeir geta ekki nefnt á íslenzku, en hins vegar hefur þeim verið rækilega innrætt að forðast notkun erlendra orða. Af þessu sprettur eins konar tvískinningur í málfari íslenzkra menntamanna. Margir þeirra beita miskunnarlaust erlendum orð- um í hversdagslegum viðræðum, en þegar þeir rita eða tala opinberlega, vottar lítið fyrir óíslenzkum orðum. Þótt erlend orð um tilteknar hugmyndir séu þeim munn- tamari en íslenzk, þá lúta þeir aga mál- hreinsunar, þegar þeir vanda til ræðu sinnar. Menntamenn virðast oft eiga örð- ugt með að finna íslenzk orð yfir ein- stakar hugmyndir, þótt þær hafi tíðkazt með öðrum þjóðum um marga manns- aldra. Rithöfundar bregða stnndum á það ráð, að þeir setja erlenda orðið í svigum á eftir íslenzku nýyrði, sem þeir hafa annaðhvort myndað sjálfir eða er þá svo óþekkt, að lesendum verður ekki treyst til að skilja það. Þessi afstaða ís- lenzkra menntamanna til erlendra hug- mynda stafar ekki einvörðungu af móður- málskennslunni í skólum. Hún á sér dýpri rætur, vandamálið er fólgið í ákveðinni stefnu, sem miklu hefur ráðið um þróun íslenzkrar tungu undanfarna hálfa aðra öld og oftast nær er kennd við máJhreins- un. Hér verður engin tilraun gerð til að rekja upptök eða þróun þessarar stefnu með Is- lendingum, áhrif hennar á íslenzka menn- ingu skiptir miklu meira máli en tildrög hennar. í mörgum tungum Norðurálfu hef- ur sams konar stefnu gætt á 19. og 20. öld, og nægir í því sambandi að minna á þrjár tungur í nágrannalöndunum, írsku, kymr- ísku og þýzku. Á 19. öld átti þessi stefna nokkra formælendur með Englendingum, og vildu þeir taka upp sem mest af germ- önskum orðaforða, jafnvel þótt sum orðin hefðu ekki tíðkazt í málinu um margar aldir. Flestum mun bera saman um, að stefna þessara manna hafi verið ófram- kvæmanleg, enda er nú litið á þetta sem skemmtilegt uppátæki, sem fæstir taka alvarlega. j

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.