Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 23

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 23
ORÐASMIÐ OG MÁLHREINSUN 17 Ekki veit ég til þess, að málhreinsendur hafi nokkurn tíma skýrgreint markmið sitt á nákvæman hátt, og væri þess þó full þörf. Islendingar virðast flestir taka málhreinsun sem sjálfsagðan hlut, þótt þeir geri sér ekki ávallt ijósa grein fyrir því, í liverju liún er fólgin. Málhreinsend- ur leggja eins konar siðferðilegt mat á orðaforðann. Sum orð eru talin æskilegri en önnur vegna uppruna og ferils. Þannig er barizt gegn orðinu að brúka á þeirri forsendu, að það hafi borizt hingað úr dönsku. Þó hefur þetta orð tíðkazt í rit- uðu máli íslenzku síðan á 16. öld að minnsta kosti, og er tvímælalaust miklu eldra í talmáli. Eg minnist þess enn, að það var brýnt fyrir okkur í skóla, hve hættulegt orð þetta væri, og þó var það algengt heima í sveitinni. Kennarar, sem vinna að útrýmslu orðsins, gera sér ekki fulla grein fyrir því, að sagnirnar „að nota“ og „að brúka“ hafa ekki nákvæmlega sömu merkingu, og í rauninni getum við án hvorugrar verið. Hér sjáuin við hin nei- k^'æðu áhrif málhreinsunar í einfaldri mynd. Með því að leggja sögnina að brúka niður, gerum við málið fátækara að blæbrigðum, rýrum tjáningarhæfni þess. Slík afstaða kennara til einstakra orða stafar bæði af takmarkaðri þekkingu á sögu tungunnar og ekki síður af ein- strengislegum liugmyndum um hlutverk málsins. Og áhrifin á nemendur hljóta að verða neikvæð. Þeim er kennt að líta tor- tryggnisaugum fjölda algengra orða, án þess að þeim séu kennd viðunandi orð í staðinn. Eins og ég gat um hér að framan, sér áhrif þessarar stefnu á málfari skólageng- inna Islendinga. Þótt þeir kinoki sér ekki við að nota erlendu orðin abstrakt, kon- klet, lógískur, týpískur, órígínal, mental- it-et, lcarakter, komplex, súbéktívur og ob- ektívur í hversdagslegri ræðu, þá finnst þeim þessi orð óhæf í rituðu máli. Ég efast um, að nokkur íslenzkukennari myndi þola þau í stíl. Nú liafa öll þessi orð, sem ég hef tínt sem dæmi af handahófi, það sameig- inlegt, að þau hlíta beygingarvenjum og hljóðkerfi íslenzkrar tungu og eru orðin tökuorð í málinu. Þó eru til íslenzk nýyrði yfir þær hugmyndir, sem felast í þessum orðum, og um sumar þeirra hafa skapazt mörg nýyrði. Hér vantar okkur því ekki íslenzk orð, sem ættu að geta fullnægt fagurfræðilegum kröfum málhreinsenda, því að orðasmiðirnir hafa séð okkur fyrir ofmörgum. Orðasmiðirnir hafa í rauninni skapað nýtt vandamál í tungunni með starfsemi sinni, og verður ekki hjá því kom- izt að ræða það nokkrum orðum. Þegar mörg nýyrði hafa skapazt um til- tekna hugmynd, verða menn að velja og hafna. Tungunni er vafasamur greiði gerð- ur með því, að til séu of mörg orð um eitt- hvert hugtak, sem hefur vel afmarkað merkingasvið. Til að skýra þetta nánar er rétt að taka dæmi. Orðið obéktívitet hef- ur verið þýtt á ýmsa vegu, en hér skal látið nægja að minnast á tvö nýyrði: hluthyggja og óhlutlægni. Þessi tvö orð eru mynduð á allólíkan hátt, þótt í báð- um komi fyrir orðið „hlutur“, og enginn gæti látið sér til hugar koma, að þau merlctu hið sama, ef höfundar þeirra hefðu ekki látið okkur í té erlenda þýðingu á þeim. Islenzkri tungu hei'ur oft verið talið það til hróss, hve gagnsær orðaforði henn- ar er um merkingar, en hér hlýtur okkur að skiljast, að í því er einnig hætta fólgin. Með orðinu gagnsær er átt við ákveðin hugmyndatengsl, að menn geti ráðið merk- ingu orðs af skyldum orðum. Þetta má styðja með dæmum. Þegar orð eins og súil- arjrœði kom fyrst fram, áttu menn hægt með að gera sér einhverja grein fyrir merk- ingu þess, vegna tengslanna við „sál“ og „fræði“. En ef við víkjum aftur að orð- unum hluthyggja og óhlutlægni, þá virð- ist gagnsæin ekki koma að notum, og því skiljum við ekki þessi orð, nema þeim fylgi erlend þýðing eða einhvers konar skýrgreining. Einn menntaðasti heimspek- ingur Islendinga hefur sagt mér, að hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.