Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Síða 24

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Síða 24
18 HELGAFELL telji íslenzku illa fallna til heimspekilegra rökræðna. Gagnsæi orðanna geta verið heimspekilegri hugsun til hindrunar, vegna þess að hugmvndatengsl gera merkingar sumra orða óskýrar. Því verður ekki neitað, að orðasmiðir haf'i aukið á glundroðann í tungunni. Þó skal þess getið þeim til varnar, að margri nýsmíð þeirra hefur ekki verið ætlað að verða almenningseign. Sumir höfundar búa til orð af ákveðnu tilefni, án þess að liafa ætlast til, að það leysi erlenda orðið af hólmi á öðrum vettvangi. Orðsköpun þeirra er persónulegs eðlis, svo að þeir öðl- ast eins konar einkarétt á notkun nýyrð- anna. En slík orðasmíð er undantekning og hefur lítil áhrif á vandamálið í heild. Þó er rétt að hafa hana í huga, þegar rætt er um almenna afstöðu íslenzkra mennta- manna til erlendra hugmynda. Margir þeirra leggja ofurkapp á að gerast orða- smiðir í stað þess að notast við eldri orð, sem farin eru að festast í málinu. Afleið- ingin af þessu er glundroði, eins og ég gat um áðan. Allt stefnir að því að auka óviss- una um merkingu nýyrðanna. Það eru því engin undur, að skólagengnum íslending- um séu erlendu orðin munntöm, þótt þeir liins vegar neyðist til að leita uppi íslenzk nýyrði, þegar mikið liggur við, eða jafnvel að fást við orðasmíð sjálfir. Öllum hlýtur að koma saman um, að íslenzk tunga verði að hafa orðaforða, sem tekur yfir sem flestar hugmyndir, hvar sem þær hafa skapazt, en um hitt eru skiptar skoðanir, hversu því verði bezt við komið. Einfaldasta leiðin yrði sú, að við tækjum upp erlendu orðin með hugmyndunum. I rauninni höfum við þegar gert það í miklu stærri stíl en viðurkennt er. Og hér verður fyrir okkur annað vandamál, sem ekki er hægt að láta liggja í þagnargildi. Að hve miklu leyti ber að telja orðin, sem ég nefndi áðan, íslenzk? Enginn getur mót- mælt því, að orð eins og pólitískur, sósíal- isrni, rómantískur o. s. frv. séu hluti af ís- lenzkum orðaforða, en livar liggja mörkin milli þeirra og hinna, sem enn eru talin útlendar slettur? Ur þessum vanda verður ekki leyst nema með tvennu móti. Annað- hvort. hljótum við að taka upp útlendu orðin og veita þeim fullan þegnrétt í mál- inu eða öðrum kosti að semja nýyrði, sem eiga þess kost að verða alþjóðareign, eru kennd í skólum og notuð af rithöfundum. Iíér skal enginn dómur lagður á, hvor leið- in sé betri, en við getum ekki gengið þess duldir, að ekki hlýðir að láta þetta vanda- mál afskiptalaust. Ef við veljum þá leiðina að smíða ný- yrði í stað tökuorða, þá verðum við að samræma þá viðbót orðaforðans. Fyrir nokkrum árum hófst útgáfa á nýyrðasöfn- um á vegum orðabókarnefndar Háskólans, og sýnir það framtak, að æðsta mennta- stofnun landsins telur sér málið ekki óskylt. Þegar eru komin út fjögur bindi af nýyrð- um tæknilegs eðlis, úr sjómennsku, land- búnaði og flugi. Með þessari útgáfu er stig- ið mikilvægt spor í rétta átt. I nýyrða- söfnunum veitum við því eftirtekt, að þar er slæðingur af tökuorðum, eins og raunar er eðlilegt. Mönnum hættir oft við að gleyma því, hve lítill er munurinn á er- lendu tökuorði og íslenzkri nýsmíð um sama hugtak. Hlutverk beggja orðanna er hið sama og hvorttveggja er nýtt í tung- unni. Þó eru auðsæileg vansmíði á orða- söfnunum nýju. Hjá höfundunum gætir tilhneigingar til að fyrna í orðasmíðinni, og sýnir það furðulega mótsögn. Þannig kemur í síðasta bindinu orðið „hönn“ í merkingunni teikning, uppdráttur. Af þessu eru svo mynduð orðin „hannar“, sem á að merkja teiknari og beygjast eins og Gunnar, og sögnin „að hanna“, sem merkir að teikna, gera uppdrátt að. Því ber vit- anlega ekki að neita, að þessi orðasmíð ber vott um töluverða hugkvæmni, þessi orð virðast vera mynduð af fyrra hluta orðsins hannyrðir. En ofmikill lærdómur getur verið hættulegur, þegar honum er beitt óskynsamlega. Orðið „liönn“ mun eiga erfitt með að festast í málinu, það

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.