Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Síða 25

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Síða 25
ORÐASMÍÐ OG MÁLHREINSUN 19 geldur í rauninni lærdómsins, ekki síður en hins, að þegar eru til önnur orð um hið sama í málinu. Hér verð ég að minna á það aftur, sem ég gat um áðan, að orða- smiðum hættir til að auka glundroðann í tungunni með því að búa til orð um hugtök og hluti, sem áður hafa hlotið ákveðin íslenzk heiti. En þótt okkur verði starsýnt á þess konar misfellur í nýyrðasöfnum orðabókarnefndar, ber að fagna þeim í heild. Með þeim hefur Há- skólinn viðurkennt eitt af torveldustu vandamálum íslenzkrar tungu, og nýyrða- söfnin hljóta að stuðla að lausn þess. Því er oft haldið óþarflega mikið á loft, hve fátt sé um útlend tökuorð í íslenzkri tungu. En þess konar fullyrðingar stafa að nokkru leyti af vanþekkingu, enda hef- ur þetta atriði aldrei verið rannsakað til neinnar hlítar. Þó er augljóst, að íslenzk tunga hefur þegið miklum mun minna af tökuorðum en ýmsar af nágrannatungum okkar. En af hverju stafar þessi hreinleiki tungunnar? Ein af helztu orsökunum er sú, að um margar aldir ríkti fádæma hug- myndafæð með íslenzku þjóðinni. Islend- ingar áttu þess lítinn kost að fylgjast með því, sem var að gerast í andlegum efnum með öðrum þjóðum Evrópu. Hreinleikur tungunnar var því dýru verði keyptur. Enginn ábyrgur Islendingur getur viljað, að sams konar einangrun endurtaki sig. Þó hafa áhrif málhreinsunarstefnunnar beinzt í sömu átt. Með miskunnarlausri gagn- rýni á fagurfræðilegu gildi orða hefur markvisst verið stefnt að fátæki tungunn- ar og forheimskun þjóðarinnar! I því Ijósi og engu öðru verðum við að meta störf orðasmiða og málhreinsenda, annar mæli- kvarði á hér ekki við.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.