Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Qupperneq 30

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Qupperneq 30
24 HELGAFELL „Þegiðu, Tessie,“ sagði Bill Hutchinson. „Jæja,“ sagði Summers. „Þetta gekk nú bara fljótt, en við verðum að hafa hrað- an á, ef við eigum að verða búin fyrir mat.“ Hann leit í skrána, þar sem getið var um skyldulið fjölskyldufeðra. „Bill,“ sagði hann, „þú dregur fyrir Hutchinsonsfjöl- skvlduna. Eru nokkur fleiri heimili, sem teljast, til fjölskyldunnar?“ „Það er Don og Eva,“ æpti frú Hutch- inson. „Láttu þau freista gæfunnar.“ „Dætur draga með fólki manna sinna, Tessie,“ sagði Summers alúðlega. „Þú veizt það.“ „Þetta var ekki rétt,“ sagði Tessie. „Nei, það er víst ekki um fleiri heimili að ræða, Joe,“ sagði Bill Hutchinson í af- sökunartóni. „Dóttir mín dregur með fólki manns síns, það er ekki nema sanngjarnt. Og svo er ekkert nema krakkarnir.“ „Þú dregur þá af fjölskyldunnar hálfu,“ sagði Summers til skýringar. „Og ennfrem- ur fyrir heimilið. Er ekki svo?“ „Það er rétt,“ sagði Bill Hutchinson. „Hvað eru börnin mörg?“ spurði Summ- ers fyrir siðasakir. „Þrjú,“ sagði Bill Hutchinson. „Það er Bill yngri og Nancy og Davíð litli. Og við Tessie.“ „Jæja þá,“ sagði Summers. „Fékkstu miðana þeirra aftur, Harry?“ Graves kinkaði kolli og brá miðunum á loft. „Láttu þá nú aftur ofan í kassann,“ sagði Summers. „Láttu Bills miða í kassann.“ „Eg held við ættum að byrja upp á nýtt,“ sagði frú Hutchinson og reyndi að halda aftur af sér. „Eg álít þetta ósann- gjarnt. Þú leyfðir honum ekki að velja sér miða í næði. Það gat hver maður séð.“ Nú hafði Graves tekið aftur við miðum Iíutchinsonsfólksins sérstaklega og látið þá í kassann, en fyrst steypti hann öllum hinum miðunum niður á torgið; þar komst andvarinn undir þá og feykti þeim til. „Hlustið þið á mig öll saman,“ sagði frú Hutchinson við þá, sem næst stóðu. „Ertu tilbúinn, Bill?“ spurði Summers. Bill Hutchinson leit sem fljótast á konu sína og börn og kinkaði síðan kolli. „Munið þið nú eftir að geyma miðana samanbrotna og opna þá ekki, fyrr en þið eruð öll búin að draga,“ sagði Snnmiers. „Harry, hjálpaðu honum Dabba litla.“ Graves tók í hönd drengsins, sem kom fús- lega með honum upp að kassanum. „Taktu miða, Dabbi minn,“ sagði Summers. Drengurinn stakk hendinni ofan í kassann og fór að hlæja. „Taktu nú ekki nema einn,“ sagði Summers. „Haltu á honum fyrir hann, Harry,“ bætti hann við. Graves losaði miðann úr krepptri hendi drengsins, sem stóð eftir og horfði spurn- araugum upp á manninn. „Nancy er næst,“ sagði Summers. Hún var tólf ára. Skólasystur liennar tóku djúp andköf, þegar hún gekk fram: hún var fín með sig og lét pilsið sveiflast til. „Bill yngri,“ sagði Summers, og Bill kom rauð- ur í framan og mjög stórfættur: hann var nærri búinn að hvolfa kassanum, áður en hann náði miða. „Tessie,“ sagði Summers. Hún hikaði allra snöggvast og renndi aug- um þrjózkulega á hópinn. Svo herpti hún varirnar, gekk að kassanum, hrifsaði til sin miða og stakk hendinni aftur fyrir bak. „Bill,“ sagði Summers, og Bill Hutchin- son seildist ofan í kassann, fálmaði fyrir sér um stund og handsamaði loks miðann. Fólkið beið þögult. Ein telpa hvíslaði: „Eg vona það sé ekki Nancy,“ og hvíslið barst út vfir mannþröngina. „Það er af sem áður var,“ sagði Warner karl. „Fólkið er annað.“ „Jæja,“ sagði Sunmiers, „opnið þið nú miðana. Harry, þú opnar miðann fyrir Dabba litla.“ Graves opnaði miðann, og fólk- ið varpaði öndinni léttar, þegar í ljós kom, að miðinn var auður. Nancy og Bill yngri opnuðu miða sína samtímis, og það hýrn- aði yfir báðum: þau hlógu og sneru sér að fólkinu og veifuðu miðunum yfir höfði sér. „Tessie,“ sagði Summers. Nú varð þögn, og Summers leit á Bill Hutchinson,

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.