Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Qupperneq 32

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Qupperneq 32
SÓLON: L eyndarráðstjórn Tillaga um nýtt stjórnarfar Hvemig getur á því staðið, að Islending- um, sem þó eru sannarlega ein hin gáfað- asta og gagnmentaðasta þjóð í veröldinni, skuli hafa mistekizt svo hrapalega að stjórna sjálfum sér? Ég skrifa þessa grein í þeirri von, að ritstjórum Helgafells finnist því rúmi ekki illa varið, sem þarf til að skýra fyrir mönnum þann fagnaðarboðskap, að ég þyk- ist hafa fundið eina höfuðorsök þessa sorg- lega ástands. Og þó er hitt ennþá mikilvæg- ara, að ég tel jafnframt vera fundna leið til að fjarlægja hana og opna leið til fegurra mannlífs á landi hér. Skal þá byrjað á upphafinu, en í upphafi syndarinnar var orðið, sem höggormurinn hvíslaði í árdaga að breyskum forfeðmm okkar, svo að þeir vanvirtu guðs boð. Og höggormurinn í íslenzku þjóðlífi, sem leiðir okkur í alla synd og spillingu, er kunnings- skapurinn, sem læðir eitri hlutdrægninnar inn í eyru okkar, hvenær sem við þurfum að taka ákvörðun eða leggja dóm á mál Þannig fer fyrir embættismönnum ríkisins, sem eiga að framfylgja lögum og rétti, vís- indamönnum og listamönnum, er þeir skulu meta verk starfsbræðra sinna, dómumm, sem halda á reizlu réttlætisins, og hvort sem þeir dæma bækur eða menn. Það er einmitt bezti mælikvarðinn á hið mikla jafnræði allra á íslandi, að hér virðist enginn svo aumur og lítils metinn, að hann þekki ekki einhvem mann, sem þekkir annan mann, sem þekkir hinn rétta. En nú munu einhverjir spyrja: Gleymii maðurinn pólitíkinni, þeirri miklu þjóðar- plágu? Nei, hreint ekki, en hvað er pólitík og hvað em allir þessir flokkar annað en skipulagðir kunningjahópar, sem hver reyn- ir að ota sínum tota og hlaða undir sína vini. Það er ekki furða, þótt illa gangi að setja réttlát lög við slíkar aðstæður. Og vegna þess, hve lögin eru óréttlát, er sann- arlega þakkar vert, hve illa gengur að fram- fylgja þeim. Þegar búið er að taka til greina allar bónir kunningsskaparins, stendur sjald- an annað eftir af upphaflegum ásetningi en orðin ein. Útlendingar halda, að það sé leik- ur einn að stjórna svo fámennri þjóð, enda ósparir á góð ráð og bendingar, en þeir vita ekki, hvað þeir segja. Það er smávægi- legt atriði, að fslendingar eru fámennastir allra þjóða í samanburði við hitt, að þeir eru áreiðanlega stærsti kunningjahópur í heimi. Ekki hefur skort vandlætingu yfir þessum sem öðrum veikleikum þjóðarinnar, en minna hefur verið um umbótatillögur, sem gagn hefði mátt verða að. Menn sjá venju- lega það ráð bezt við hlutdrægni annarra, að þeim séu sjálfum fengin völdin í hendur, en sú stjórnarbót hefur viljað enda mjög á einn veg. Nú hefur mér þó loks borizt í hendur tillaga, sem vænta má, að valdi alda- hvarfum í þessum efnum, og hefur hún sannast að segja komið úr hinni ólíklegustu átt. Svo er mál með vexti, að á síðasta hausti

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.