Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Page 35

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Page 35
LEYNDARRÁÐSTJÓRN 29 leynast þeir menn, sem ráða örlögum þjóð- arinnar. Það verður sérstakt vandamál undir leyndarráðsstjórn að villa þeim mönnum sýn, sem leitast við að álykta hverjir muni vera leyndarráðsmenn. Einkum felst hætta í því, að samskipti kjörstjórna og leyndar- ráðsmanna yrðu að fara fram í ábyrgðar- bréfum. Verður líklega að senda þúsundir innihaldslausra ábyrgðarbréfa um land allt til þess að koma mönnum af sporinu. Það er yfirleitt augljóst að vanda verður mjög til allrar löggæzlu og réttarfars til að vernda hið nýja leyndarráðsríki. Uppljóstr- un á nöfnum leyndarráðsmanna verður þar talið alvarlegast allra afbrota, en þag- mælska hin hæsta dyggð. Allt réttarkerfi landsins og dómstóla álít ég að þurfi að endurskipuleggja á leyndarráðsgrundvelli. Yfir allt réttarkerfi landsins yrði síðan settur nýr hæstiréttur, sem hefði það hlutverk að skera úr öllum vandamálum varðandi hið nýja stjórnarfar. Hann mundi því verða kór- óna leyndarráðsríkisins og nefnast hinn æðsti leyndardómur. Sólon ATHS. Ritstjórn Helgaíells þykja tillögur höfundar svo athyglisveiðar, að hún vildi ekki skorast undan að birta þessa grein, enda þótt þar sé vísað til plaggs, sem ekki hefir enn verið gert opinbert. -------------------------------------- KRISTJÁN KARLSSON: Rithöfundaþce.ttir I ______________________________________ Islendingar minnast Audens fyrir tvennt. Hann kom hér á ferðalagi 1937 og ritaði síðan ásamt félaga sínum, Louis MacNeice, bók um ferðalagið og kallaði Islandsbréf (Letters from Iceland). Ekki mun sú bók vera mjög vel þokkuð hér, mönnum hefir þótt hún stráksleg á köflum og ónákvæm (það að vonum: höf. hafa t. a. m. ekki lagt á sig fyrir kurteisissakir að fara rétt með nöfn ýmissa manna, sem greiddu götu þeirra). Þar á of- an er bókin háðsk, en við Islendingar er- um, frádráttarmegin, vanari níði eða ergelsi heldur en háði af ferðabókum útlendinga. I fljótu bragði kann mönnum að sárna skens- ið, en það er oftast meinlaust og stundum fyndið („Islendingar láta alltaf briljantín í súpuna sína"). Hitt svíður óhjákvæmilega lengur, að öðru hverju bregður fyrir einkar léttúðugu tómlæti um land og þjóð. Höfund- arnir virðast á stundum svo önnum kafnir í sjálfum sér, að þeir bregðast illa við, ef merkilegri viðfangsefni ætla að fara að glepja þá, líkt og veðspilarar, sem ginntir hafa verið út úr kaffihúsi til að horfa á sól- arlagið. Við vitum ósköp vel, að flestir út- lendir ferðalangar eru vcmari meiri þægind- um en ísland hefir að bjóða og erum við- búnir því, að þeir kvarti. Hitt þykja okkur slæmar fréttir, ef íslenzkt landslag er ekki bæði fjölbreytt og göfgandi („hér er hver fossinn öðrum líkur", segir Auden), eða skáldskapur okkar stórbrotinn og háleitur (það verður ekki betur séð en höfundur taki „Sofðu nú svínið þitt", fram yfir flest ljóð, sem þeir heyrðu hér). Auden og MacNeice fyrirlíta alla ferðamannatilgerð, eins og vera ber, en þeim er svo mikið í mun að láta ekki standa sig að venjulegri ferðarómantík og tilfinningasemi, að fyndni þeirra er, þegar PH. H. A uden verst lætur, einna líkust athugasemdum menntaskólapilta á ferðalagi. Víst var það mikil tízka með ungum skáldum á fjórða ára- tug aldarinnar að hugsa sem minnst um „fegurð”, en þeim mun meira um þjóðfélags- vandamál. Þjóðfélagsvandamál á Islandi

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.