Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 42

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 42
36 HElGAFELL hreinsun. Mætti þá svo fara, að sum gömul og gild orð í málinu slyppu nauðuglega við athugun. Mér kemur í hug ágætur fróð- leiksmaður, sem var einu sinni að ræða um málfar Bjarna Thorarensens og dró í efa, að ,,gullinn" væri góð íslenzka: það mundi vera „gylden" á dönsku. Og síðan kynnu „ljót" orð að fara sömu leiðina og loks „óþegn- leg" orð, en þá verðum við nú vonandi allir komnir undir græna torfu, eins og Hannes Árnason sagði, þegar hann var að skýra fyrir skólapiltum, hvað ljósið væri lengi á leiðinni frá yztu stjörnum himinhvolfsins. Segja má að vísu, að útlendingum sé sízt vandara um en innlendum mönnum, sem verða fyrir barðinu á íslenzkri málverndun- ar stefnu. Islendingum var fyrir löngu bann- að að taka sér ættarnöfn. Hinsvegar ríkir ennþá mikið misræmi í þessum efnum, af því að þau lög hafa ekki verið gerð aftur- virk. Ef það er rétt, sem Þjóðviljinn hermdi á liðnu sumri eftir rússneskum heimildum, að Stalinsverðlaunin heiti nú Leninsverðlaun og nafnbreytingin sé afturvirk, þannig að allir þeir, sem verðlaunin hlutu fyrir dauða Stalins skuli nú heita Leninsverðlauna- menn, þá mætti íslenzka löggjafarvaldið taka sér það til fyrirmyndar og leiða í lög, að öll forn ættarnöfn skuli niður falla og ættarnafnamenn kenndir við „föður, móður eða kjörföður" ,.að íslenzkum sið". Bjarni Thorarensen skyldi þá kallaður Bjarni Vig- fússon framvegis og Magnús Stephensen Magnús Ólafsson. Og mættu þá allir vel við una. K. K. Sumarið er ekki liðið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: Ljóð frá liðnu sumri. Helgafell 1956. Skömmu fyrir hátíðar í vetur kom út ný ljóðabók eftir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi, og voru þá liðin níu ár frá því að birtist síðasta kvæðasafn hans, Ný ljóða- bók 1947. Nýtt safn kvæða frá hendi þessa þjóðkunna og ástsæla skálds telst með stærstu tíðindum í íslenzkum bókaheimi, og það þótt miklu skemur hefði verið eftir því beðið. Hið nýja kvæðasafn heitir Ljóð frá liðnu sumri, og maður staldrar við titilinn. Hvað þá? Er sumarið liðið, þykist Davíð Stefáns- son vera orðinn gamall, eða hvaða bending felst í þessari nafngift? Og bókin er opnuð og lesturinn hefst: Segið það móður minni. Það er ekki um að villast, hér kveð- ur við með hreinum, angurværum tónum sá ómur af svanasöng, sem nafn bókarinn- ar vakti grun um. Þetta kvæði er eins og kveðja, allt að því uppgjör, persónuleg játn- ing, þar sem skáldið gerir hvort tveggja, þakka gjafir lífsins og fagna góðri heimvon. Það er mikil síðdegisró yfir þessu kvæði og i senn sterkur og þýður tónn, sem kemur í stað máttarviða í byggingu þess og tengir það saman í eina innilega heild. Einstakar vísur og vísuhelmingar þessa kvæðis eru gædd sérstöku hljóðlátu áhrifamagni. Yfir- leitt fer þessi tóntegund Davíð Stefánssyni vel, og hennar gætir ekki aðeins í inngangs- kvæði hinnar nýju bókar, heldur vakir hún alls staðar undir niðri og lætur að sér kveða nógu oft til þess að halda hugblænum frá upphafi til enda. Vinir og frændur fara fjöld — inn í þögn og myrkur, nökkvinn mikli þreytir sitt skeið um bládjúp himins, nýir gestir verða í dag boðnir þangað sem óg og þú sátum að veizlu í gær. En hugur skáldsins er æðrulaus. För nökkvans er sig- urför, fyrir stafni eru ný föðurtún, þar sem hillir uppi land með hvítum fjöllum. Það mundi vera það himneska Norðurland, og þangað geta ekki legið nema gagnvegir. Davíð Stefánsson er maður kominn yfir miðjan aldur, og er ekki að undra, þótt brennandi lífsþorsta og flughraða gæti minna í skáldskap hans en í árdaga. Það er eðlilegt og heiðarlegt, að þeir strengir láti nú til sín heyra, sem tíminn festir á hörpuna með fjölgandi aldursárum, um leið og hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.