Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Page 50

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Page 50
44 HELGAFELL að nokkur mannanna verk séu ódauðleg, og jafnvel hin dýrlegasta list á yfir sér þá hættu, að sambandið við höfund hennar rofni með öllu. Um þetta eru liðnir meistar- ar í tónskáldskap heimsins ljóst dæmi. Hár- nákvæmur eltingaleikur við handrit höfund- arins á einn saman langt í land, þegar ferð- inni er heitið að kjarna verksins og hjarta listamannsins, og einungis skáldleg skyggni og frómleg elja hins ábyrga kunnáttumanns samanlögð geta skilað okkur þangað áleið- is. Hin háskalega skilgreining milli skap- andi og túlkandi listamanna segir berleg- ast til um þennan vanda. Það er ekki að ófyrirsynju, að þessar hug- leiðingar sækja á mann eftir að hafa farið upp í Þjóðleikhús til að eiga þar stutta kvöldstund með meistaranum Mozart. Óper- ur hans eru fullkomnustu verk sinnar teg- undar og Töfraflautan einn af stórbrotnustu söngleikjum er hann samdi. En einmitt þetta verk er að sama skapi á margan hátt vand- meðfarnara en aðrar óperur Moxarts, og meðan ekki hefur verið betur búið að hljóm- sveitinni í Þjóðleikhúsinu, mátti flutningur þess, vægast sagt, teljast til nokkurrar of- dirfsku, og kemur þar þó fleira til. Hér vant- ar m. a. tilfinnanlega ýmsa söngkrafta, eink- um í sum minni hlutverkin, sem þó skiptir miklu máli um heildaráhrif sýningarinnar. En þá er samt ónefndur sá aðilinn, sem halda á Ólympseldinum lifandi og fer með lykla- völdin að rúnaletri meistarans. f flutningi hinna færustu stjómenda eru óperur Mozarts sem streymandi lífið, jörð í blóma, hamingu- söm fjallalind í tindrandi morgunsól eða reginfljót í vorleysingum, sem öllu ryður úr vegi. En yfir öllu þessu innblásna verki hvílir andi fegurðar og umburðarlyndis, sem með töfrasprota ríkrar mildi lægir fallvötn manns- hugans og storma óþolinmæðinnar. Það er engin tilviljun, að önnur aðalpersóna leiks- ins er fuglasalinn Papagenó, ráðvilltur í heimi veruleikans og lætur hverjum degi nægja sína þjáningu, en syngur ástaróð um tilveruna í tíma og ótíma. Meistarinn hefur lánað hinum óhátíðlega förunauti hörpu sína og vizkustein, svo að listin megi gefast hverju því barni jarðarinnar, sem heldur augum sínum opnum og sál sinni vakandi. En með ílutningi Þjóðleikhússins á Töfra- flautunni var miklum verðmætum sóað og óeigingjarnt starf unnið fyrir gýg. Stjórn- andinn var einhvern veginn utan gátta og sambandið við meistarann slitrótt, eða líkast sem á misheppnuðum andafundi. Dauf, óná- kvæm og hikandi hljómsveitarstjórn getur aldrei skapað rismikla list, enda var þáttur sveitarinnar að þessu sinni hörmulegri en orð fái lýst. Sennilega verður þó ekki hljóm- sveitarstjóranum einum um kennt. Hljóm- sveitin er lokuð niðri í djúpri gryfju og á vissulega erfitt um vik, en samt mun mörg- um hafa orðið hugsað til útlendra stjóm- enda, sem tekizt hefir, að vísu kannske með næstum ofurmannlegu átaki, að lyfta sveit- inni upp úr þeirri niðurlægingu, sem hún virtist kunna svo vel við sig í að þessu sinni. Aðalhlutverk óperunnar voru skipuð okkar beztu söngkröftum, Þuríði Pálsdóttur, Kristni Hallssyni, Þorsteini Hannessyni, Jóni Sigur- björnssyni, svo nokkrir séu nefndir, og var söngur þeirra og leikur víða með miklum ágætum. Sérstaklega var þó tvísöngur þeirra Þuríðar Pálsd. og Kristins Hallssonar í „Bei Manner, welche Liebe fuhlen" hrein og minnisstæð list. Þorsteinn Hannesson, Stina Britta Melander og Jón Sigurbjömsson nutu sín sjaldan til fulls vegna þess, hversu stuðn- ingurinn frá hljómsveit og hljómsveitarstjóra var öryggislaus og fálmkenndur. Lárus Pálsson annaðist leikstjórn. Hann hefur áður sýnt, í samvinnu við erlenda hljómsveitarstjóra, að hann er ekki síður fær um að setja á svið söngleiki en leikrit. Dr. Urbancic hefur nú verið fastráðinn hljómsveitarstjóri Þjóðleikhússins og verður naumast sagt annað en vel sé farið af stað. FLUTNINGUR Sinfóníuhljómsveitar Islands á óperunni „II Trovatore", sem fram fór í Aust- urbæjarbíói í nóvember, er skemmtilegasta nýmælið í tónlistarlífinu það sem af er þess-

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.