Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Síða 52

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Síða 52
46 HELGAFELL En nú er bezt að snúa sér aftur að sýningu L. R. á Þrem systrum. Leikstjórn annaðist Gunnar R. Hansen, og fórst það að mörgu leyti vel úr hendi. Honum fataðist þó nokk- uð í fyrsta þætti, þar sem mikill fjöldi fólks er á sviðinu í einu, en ætlast er til að athygli áhorfandans beinist að einstaklingnum eða mjög smáum hópum í senn. Þar var það svo, að þeir sem voru passívir á sviðinu í hvert skipti urðu það ýmist um of, ellegar þeir drógu athyglina frá þeim, sem hún átti að beinast að. Framhjá þessu hefði mátt komast með því, að hafa milli setustofu og borðstofu einhvers konar skilrúm, sem ekki hefði verið viðameira en svo, að áhorfand- inn hefði haft þá, sem til borðs sátu, sem eins konar bakgrunn við atburðinn á for- sviðinu, enda mun til ætlast að svo sé. Slæm mistök voru það einnig hjá leikstjóra að velja Helgu Bachmann í hlutverk Natösju. Hún þarf að vera andstæða við systurnar, en þarna fannst manni helzt að systurnar væru fjórar. Þeir leikarar sem báru hita og þunga dagsins voru þau Helga Valtýsdóttir sem Irína, og Þorsteinn Ö. Stephensen sem Ver- sjínin. Báðar hafa þessar persónur sinn djöful að draga; hann lítilsiglda konu, hún leiðin- legan mann, sem er henni ekki á nokkurn hátt samboðinn. Það sem eg saknaði mest í sýningunni á Þrem systrum, var það, að þegar Irína og Versjínin fella hugi saman, tókst þeim Helgu og Þorsteini ekki nógu vel að sýna þá frelsandi hamingju, sem ást þeirra veitir þeim, enda þótt hún sé fædd með dauðann í brjósti sér. Þau fengu ekki hjá áhorfendum þá samúð, sem þau áttu að fá, vegna þess að hvorugu þeirra tókst að sýna nógu djúpar og heitar tilfinn- ingar. Þýðinguna á Þrem systrum gerði Geir Kristjánsson beint úr rússnesku, og virtist hún fara vel í munni. Eg býst við að Brosið dularfulla eftir Hux- ley verði að teljast til þeirra leikrita, sem vafasamt er að hljóti mikla aðsókn, og sam- kvæmt því sem áður er sagt, þá held ég að það sé varla nógu gott leikrit, til þess að ástæða sé til fyrir Þjóðleikhúsið að taka það til sýningar, ef það getur búizt við að tapa á því fjárhagslega. Nokkur er það bót í máli, að sýning á því hefur yfirleitt tekizt ágæt- lega. Ævar R. Kvaran er leikstjóri, og virð- ist svo sem, næst því að leika stertimenni, láti honum bezt að annast leikstjórn. Hann hefur einnig þýtt leikritið, og farizt það mjög vel. Þó hefði hann mátt gera meira af því að nota hliðstæður, það lætur ankannalega í eyrum að heyra Hutton tala um að vinir hans munu vera „að fara á fuglaveiðar, hringja í víxlarann sinn eða sitja í stól í klúbbnum sínum". Hvorki Inga Þórðardóttir né Guðbjörg Þor- bjarnardóttir finnst mér vera fullkomlega á réttum stað í þeim hlutverkum, sem þær leika, eg held það hefði verið betur við hæfi beggja, ef þær hefðu skipt um hlutverk. Haraldur Bjömsson vctr framúrskarandi í hlutverki læknisins. Vafalaust má að nokkru leyti þakka það góðri leikstjórn, en jafnvel afburðamenn, eins og Haraldur Björnsson, þurfa mjög á aðstoð leikstjórans að halda, ef þeir eiga að gera hlutverkum sínum full skil. Eg hef lofað Ævar R. Kvaran fyrir leik- stjórn hans, en í einu frumatriði hefur hon- um þó skjátlast hrapallega. Honum hefur sem sé láðst að krefjast þess af leikurunum, að þeir kynnu hlutverk sín til fullnustu. Það er ekki nóg að hafa sökkt sér niður í sálarlíf persónunnar, sem leika á. Henni eru líka af höfundi gefin ákveðin orð að segja, og þau orð verða að lærast skilyrðislaust. Á sýningu sem mér þótti, eins og ég hefi áður sagt, óvenju góð, voru mismæli leikaranna mér til sárra leiðinda, og það sem verst var, þar var enginn öðmm skárri. Eg ætla svo ekki að orðlengja frekar um Brosið dularfulla, en í þess stað ætla ég að segja lítillega frá hjónum, sem sátu fyrir aftan mig, þegar ég sá það. Þetta virtust mjög samrýmd hjón, að minnsta kosti var þeim mjög umhugað um, að hvorugt missti af neinu sem fram fór á sviðinu, og voru því

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.