Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Side 8
íslenzk alþýða eigi fyrir höndum að vera andlegur tjóðurþrœll öfga-
fullra yfirgangsmanna, er nota sér skoðanaþcegð hennar og undir-
gefni, til þess að skara eld að sinni köku, án tillits til annars en
þess, sem þeim finnst sjálfum œskilegast.
Rúm rits þessa verður notað til að flytja rökstuddar grein-
ar um stjórnmál og félagsmál, þar sem hœgt er að gera efninu
stórum fyllri skil en í blaðagreinum. Það mun verða reynt að leiða
athyglina að rökum og staðreyndum. Það mun verða reynt að hjálpa
mönnum til að iliuga málin, svo að þeim reynist siðan auðveldara
að mynda sér sinar eigin skoðanir.
Nafni ritsins er œtlaö að gefa hugmynd um tilgang þess. Hann
er ekki aðeins sá, að rœða þau mal, sem efst eru á dagskrá, heldur
einnig að fá ný mál tekin á dagskrá hjá þjóðinni, sem henni eru
talin nauðsy?ileg. Þá mun og verða leitazt við að kynna þcer þjóð-
félagsumbœtur og nýjungar, sem efst eru á dagskrá hjá öðr-
um þjóðum, og mœttu vera íslendingúm til lœrdóms á einn eða
annan hátt. Margt bendir til þess, að i nágrannalöndunum séu
stórfelldar þjóðfélagsbreytingar i sköpun, sem hljóti og eigi að ná
til okkar, því að þar muni að finna hinn heppilegasta meðalveg
milli öfga samkeppnisstefnunnar og kommúnismans. Munu að jafn-
aði birtast tvœr eða fleiri greinar um þessi efm í hverju hefti.
Meöal annarra þjóða er til margt tímarita, sem flytja rökrœður
um þjóðfélagsmál. Slíkt tímarit vantar hér alveg. Ýmsir hafa talið,
aö eigi tjáði að gera slika tilraun hér, því að menn vildu ekki lesa
nema stuttar og auðmeltar greinar um þessi mál. Sé þetta satt,
er hugsunarhœtti þjóðarinnar illa komið, og lýðrœði hennar á
sandi byggt. Þessu verður heldur ekki trúað að óreyndu, heldur
verður því treyst, að þessi tilraun einmitt. sýni það, að almenningi
hafi hér verið gerðar rangar getsakir.
Að öðru leyti þykir ekki rétt að orðlengja öllu meira um rit
þetta, þegar það fer úr hlaði. Aðstaða þess til þjóðjélagsmálanna
mun skýrast bezt í greinum þeim, er það flytur. Það mun vinna
gegn öfgum og yfirgangi, þar sem slíku er að mœta. Það mun
vinna að þvi, að þjóðin velji sér veg hollra umbóta og heilbrigðar
samvinnu. Það mun þó eigi leitast við að telja þjóðinni trú um,
að hún eignist gull og grœna skóga, ef hún aðeins fylgir vissum
stefnum eða mönnum. Þjóðin verður að talca á fyllsta dugnaði
sínum, skipulagsgáfum og framsýni, ef hún á að reynast vaxin
þeim margvíslegu verkefnum, er lausnar krefjast, jafnvel þótt
að fylgt sé réttri stefnu og sjónarmiðum. Jafnframt og hver
einstaklingur á að gera þá kröfu til þjóðfélagsins, að hlutur
hans sé ekki fyrir borð borinn, verður hann að gera þá kröfu til
sjálfs sín, að hlutur hans liggi ekki eftir í viðreisnarstarfi því, er
þjóðin á fyrir höndum. Réttur og skyldur verða að haldast í hendur.
Annars er háski vís.