Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 10
4
DAGSKRÁ
Þjóðólfur var „örðugur" í skapi, þegar því bauð við að horfa og
ekki þótti hann mikill vitsmunamaður vera. Hann var yfrið
mótfallinn öllum nýbreytingum, og fylgdi feðra sinna siðvenju í öll-
um sínum háttum. Hann var auðugur af fé, en nokkuð ásjáll; hvað
svo mikið að starfsemi hans, að hann þyrmdi hvorki sér né öðrum.“
Önundur var „hinn mesti oflátungur og sundurgerðarmaður í
klæðum og öllu viðmóti, velgáfaður, en ærið fljótfær í dómum
sínum. Hann hafði frá barnæsku uppalizt í og í grend við Reykja-
vik, og hafði þar numið marga hleypidóma á meðal hverra sá
var hinn lakasti, að hann fyrirleit sína eigin þjóð, og gaf útlensk-
um aleina heiðurinn; hann hélt líka að allir útlenzkir siðir og
bjargræðisvegir gætu strax innleiðst á íslandi. Hann var mjög
dönskuskotinn í tali sínu og þóttist mikið af því, en sveitamenn áttu
bágt með að skilja hann“.
Þessir þremenningar urðu samferða á Þingvöll og hófu tal sam-
an um landsins gagn og nauðsynjar. Kom þá fljótt í ljós, að sitt
svndist hverjum.
„Ekki finnst mér behaganligt í þessu hrauni“, segir Önundur, „þá
er það skemmtilegra í Reykjavík, þar er maður nær tóbaki, brenni-
víni og kaffi, sem opmuntrar sinnið. Ekki skil ég heldur, að fyrri
tíðirnar hafi verið betri en þessar, þá voru engir kaupstaðir til
og ekkert af þeim hressingarmeðulum, sem ég nefndi; en þessar
tíðir kynnu að blífa langt betri, ef menn vildu hætta þessu gamla
slendriani og begynda með að leggja sig eftir akuryrkju, skóga-
plöntum, kaffi- og tóbaksplöntum, fabrikvæseni og fleiru, sem
hjá útlendum tíðkast“.
„Ég vil engar nýbreytingar hafa“, svarar Þjóðólfur, „þær hafa
oftar orðið oss að illu en góðu; ég hef heldur engan tíma til að
vera að pæla upp alla jörðina og hlaða endalausa garða. Þeir
ruddú sig líka hérna um árið, þegar þeir reistu klæðamylnu á
Suðurlandi, en hvernig fór? Hún valt á höfuðið með öllu saman
Aðra ætluðu Norðlendingar að reisa, en hún komst aldrei á topp-
inn, og þeir, sem lögðu peninga til, fengu lítið eða ekkert aftur“.
„Satt er það, Þjóðólfur minn,“, segir Sighvatur, „að margar
breytingar hafa oss til óhamingju orðið. Samt getur það ekki
orðið oss að tjóni, þó við gerum smávegis tilraunir með það, hvort
korn eða tré geta vaxið í landi voru....Hvað því viðvíkur að
þú, Önundur minn, vilt láta okkur taka upp ýmsar nýjungar, er