Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 12
6
DAGSKRÁ
merkileg fyrir þá sök, að hún dregur fram aðal flokkaskiptingu
allra tíma. Það hafa alltaf verið til afturhaldsstefnur og aftur-
haldsmenn, sem finnst það, sem er, vera bezt og æskilegast og eru
þrándar í götu allra framfara. Það hafa alltaf verið til byltinga-
stefnur og byltingamenn, sem öllu hafa viljað kollvarpa og um-
breyta. Það hafa líka jafnan verið til umbótastefnur og umbóta-
menn, sem hafa viljað þræða bil beggja og tryggja örugga mark-
vissa umbótaþróun. Þessar stefnur hafa verið uppi á öllum tím-
um, að vísu í ýmsum myndum og undir ýmsum nöfnum, vegna
breytilegra og ólíkra aðstæðna.
Dæmisaga Baldvins hjálpar og vel til þess að skýra grundvöll
þessara flokkaskiptingar. Það er engin tilviljun, að Baldvin lætur
Þjóðólf, sem er fulltrúi afturhaldsins, vera lítt greindan, en þó
vel efnaðan, vegna aðsjálni og síngirni. Afturhaldsstefnan á jafn-
an ríkust ítök í mönnum, sem eru vel fjáðir, finna því ekki per-
sónulega til annmarka þjóðskipulagsins og skortir skilning og
víðsýni til að skynja þörf umbótanna. Það er heldur engin tilvilj-
un, Baldvin lætur Önund, sem er fulltrúi byltingarstefnunnar,
vera vel gefinn, en fljótfæran, móttækilegan fyrir erlenda hleypi-
dóma, og snauðan að veraldlegum efnum. Byltingarstefnan hefur
jafnan átt ríkust ítök í skjótgreindum, fljótfærum öreigum, er
sjá enga aðra lausn á vandræðum sínum en algera kollvörpun
þjóðfélagsins. Það er heldur engin tilviljun, að Baldvin lætur full-
trúa umbóta- og millistefnunnar, sem hann telur farsælasta landi
og lýð, vera athugulan og stilltan bjargálnamann. Hvorki auðlegð
eða örbirgð hefur annarleg áhrif á sjónarmið slíkra manna og
róleg íhugun hjálpar þeim til að sjá málin frá öllum hliðum. Slíkir
menn hafa beztu skilyroin til að finna hinn rétta meðalveg.
Dæmisaga Baldvins er þannig mikilverð leiðbeining til að skilja
grundvöll og orsakir aðalflokkaskiptingarinnar.
IV.
Ef litið er á þá flokkaskiptingu, sem nú er í landinu, sést það
fljótt, að hún er í meginatriðum í samræmi við dæmisögu Bald-
vins Einarssonar í inngangi Ármanns á Alþingi.
Hér er afturhaldsflokkur, þar sem stóratvinnurekendur, kaup-
menn og aðrir gróðamenn hafa forustuna. Hann er í félagsmál-
um og fjármálum fullkomlega skoðanabróðir Þjóðólfs. Hann vill