Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 12

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 12
6 DAGSKRÁ merkileg fyrir þá sök, að hún dregur fram aðal flokkaskiptingu allra tíma. Það hafa alltaf verið til afturhaldsstefnur og aftur- haldsmenn, sem finnst það, sem er, vera bezt og æskilegast og eru þrándar í götu allra framfara. Það hafa alltaf verið til byltinga- stefnur og byltingamenn, sem öllu hafa viljað kollvarpa og um- breyta. Það hafa líka jafnan verið til umbótastefnur og umbóta- menn, sem hafa viljað þræða bil beggja og tryggja örugga mark- vissa umbótaþróun. Þessar stefnur hafa verið uppi á öllum tím- um, að vísu í ýmsum myndum og undir ýmsum nöfnum, vegna breytilegra og ólíkra aðstæðna. Dæmisaga Baldvins hjálpar og vel til þess að skýra grundvöll þessara flokkaskiptingar. Það er engin tilviljun, að Baldvin lætur Þjóðólf, sem er fulltrúi afturhaldsins, vera lítt greindan, en þó vel efnaðan, vegna aðsjálni og síngirni. Afturhaldsstefnan á jafn- an ríkust ítök í mönnum, sem eru vel fjáðir, finna því ekki per- sónulega til annmarka þjóðskipulagsins og skortir skilning og víðsýni til að skynja þörf umbótanna. Það er heldur engin tilvilj- un, Baldvin lætur Önund, sem er fulltrúi byltingarstefnunnar, vera vel gefinn, en fljótfæran, móttækilegan fyrir erlenda hleypi- dóma, og snauðan að veraldlegum efnum. Byltingarstefnan hefur jafnan átt ríkust ítök í skjótgreindum, fljótfærum öreigum, er sjá enga aðra lausn á vandræðum sínum en algera kollvörpun þjóðfélagsins. Það er heldur engin tilviljun, að Baldvin lætur full- trúa umbóta- og millistefnunnar, sem hann telur farsælasta landi og lýð, vera athugulan og stilltan bjargálnamann. Hvorki auðlegð eða örbirgð hefur annarleg áhrif á sjónarmið slíkra manna og róleg íhugun hjálpar þeim til að sjá málin frá öllum hliðum. Slíkir menn hafa beztu skilyroin til að finna hinn rétta meðalveg. Dæmisaga Baldvins er þannig mikilverð leiðbeining til að skilja grundvöll og orsakir aðalflokkaskiptingarinnar. IV. Ef litið er á þá flokkaskiptingu, sem nú er í landinu, sést það fljótt, að hún er í meginatriðum í samræmi við dæmisögu Bald- vins Einarssonar í inngangi Ármanns á Alþingi. Hér er afturhaldsflokkur, þar sem stóratvinnurekendur, kaup- menn og aðrir gróðamenn hafa forustuna. Hann er í félagsmál- um og fjármálum fullkomlega skoðanabróðir Þjóðólfs. Hann vill
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.