Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 14

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 14
8 DAGSKRÁ ingarstefnunni og líka andstæður afturhaldinu. Eðlilegast virtist því, að hann kæm'i hreinlega fram sem miðflokkur, þótt hann hafi ekki enn viljað viðurkenna sig það. V. Það var hlutverk umbótamanna á 19. öldinni að berjast fyrir persónulegu og pólitísku frelsi. Þessi barátta bar víða tilætlaðan árangur, en reynslan hefur sýnt, að ekki er allt fengið með þessu frelsi. Það vill fara forgörðum, ef einstaklingana vantar atvinnu- legt og fjárhagslegt öryggi. Þegar neyðin sverfur að, skortur og atvinnuleysi verður langvarandi, hafa einstaklingarnir reynzt fús- ir til að framselja persónulegt og pólitískt frelsi sitt í hendur öfgaflokkunum. Þessi reynsla, ásamt vaxandi áhuga fyrir því, að engir búi við skort og örbirgð, gerir það að verkum, að það verður hlutverk umbótamanna á 20. öldinni að berjast fyrir hinu fjárhagslega og atvjnnulega öryggi, tryggja öllum sæmilega atvinnu og afkomu. Þetta málefni er nú efst á dagskrá í öllum löndum. Stjórnmála- flokkar og stjórnmálastefnur verða á komandi árum metnar og vegnar eftir því, hvers vænta megi af þeim í þessum málum. Hvernig eru hinar þrjár áðurgreindu stefnur líklegar til að leysa þetta mál? Afturhaldsstefnan eða samkeppnisstefnan, eins og hún er flutt af íhaldsmönnum hér, hefur ráðið lofum og lögum í heiminum undanfarna áratugi, nema í Rússlandi. Reynslan hefur sýnt, að hún er eins ófær til að leysa þessi mál og hugsast getur. Tökum t. d. Bandaríkin. Þau eru auðugasta land heimsins. Ríkið lagði þar engar hömlur á atvinnureksturinn. Skattar voru nær engir. Þó voru þar 12—13 miljónir atvinnuleysingja, þegar Roosevelt kom til valda fyrir 12 árum. Þannig leysir samkeppnin og stórgróða- framtakið atvinnumálin, þegar þau eru ein um hituna og ríkið lætur þau afskipalaus. , Ástæðurnar til þess, að samkeppnisskipulagið getur ekki leyst þessi mál, eru margþættar. Það getur ekki skapað jafnvægi milli atvinnugreinanna. Það getur ekki hindrað að of mikið sé fram- leitt af einni vöru eða of lítið af annari, því að það miðar ekki framleiðsluna við það, sem er skynsamlegt og nauðsynlegt, heldur við það, sem er gróðavænlegt þessa og þessa stundina. Þess vegna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.