Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 15
DAGSKRÁ
9
skapast misvöxtur og sveiflur, sem eru orsakir hinna svonefndu
kreppa. Það getur ekki dreift kaupgetunni almennt og jafnt, en
almenn kaupgeta er undirstaða þess, að atvinnuvegirnir fái nægan
markað fyrir afurðir sínar. Þvert á móti vinnur það gegn jöfn-
un kaupgetunnar á þann hátt, að nokkrir menn safna miklum
auði með þeim afleiðingum, að kaupgeta margfallt fleiri manna
verður minni en ella. Þá má nefna það, að þegar erfiðleikar fara
í hönd, vilja einkafyrirtækin vitanlega ekki hætta fjármagni sínu,
draga heldur saman seglin og auka þannig atvinnuleysið.
Þá er komið að stefnu byltingarmannanna. Það má kannske
segja, að Rússum hafi tekizt með ríkisrekstrarskipulaginu að veita
öllum atvinnu og viðurværi. En þetta hefur þeim tekizt með því
að svipta einstaklinginn öllu persónufrelsi. Einstaklingurinn í
Rússlandi verður að vinna þar, sem ríkið segir honum að vinna,
fyrir það kaup, sem ríkið ákveður honum, og undir þeim skilyrð-
um, sem ríkið ákveður. Hann hefur heldur ekki rétt til að koma
skoðunum sínum á framfæri, má ekki efna til funda eða félags-
skapar um þær eða birta þær á prenti, ef þær eru andstæðar
stjórninni. Hann getur heldur ekki ráðið því, hverjir fara með
stjórnina, því að kosningarétturinn, sem stjórnarskrá Sovétríkj-
anna veitir honum, er harla lítilsvirði, þar sem aðeins Kommún-
istaflokkurinn eða félög, sem hann ræður yfir, getur tilnefnt
frambjóðendur.
Það liggur líka fullkomlega í augum uppi, að alger ríkisrekstur get-
ur ekki þrifist þar sem lýðræði er ríkjandi. Það hljóta alltaf mjög
margir að vera andvígir algerri ríkiseign og ríkisrekstri og með
því að ala á óánægju, sem risið getur af ýmsum ástæðum, verð-
skulduðum og óverðskulduðum, gæti þeim vel tekizt að ná meiri-
hlutanum. Öflug samtök slíkra manna gætu líka torveldað mjög
allar framkvæmdir, þótt þeir væru ekki í meirahluta. Jafn stór-
felldum umskiptum og þeim, sem fylgja algerum ríkisrekstri,
verður ekki komið á, í skyndingu, nema með harðstjórn, og ekki
viðhaldið, nema með harðstjórn. Þetta viðurkenna líka þingræðis-
sósíalistar, því að þeir telja að sósíalismanum verði ekki komið
á, nema á löngum tíma og eftir að búið er að vinna honum öflugt .
meirahlutafylgi. Þar sem þeir hafa komizt til valda, t. d. á
Norðurlöndum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi, hafa þeir heldur ekkert
reynt til að framkvæma hina sósíalistisku stefnu sína.