Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 23

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 23
DAGSKRÁ 17 Alþingi yfir þeim vilja sínum, að lýðveldi verði stofnað á íslandi jafnskjótt og sambandinu við Danmörku verður formlega slitið. Eftir að samþykktirnar 17. maí 1941 voru gerðar, virtust flestir eða allir sammála um það, að láta við svo búið sitja fyrst um sinn, jafnvel til ófriðarloka. ísland var búið, með samþykktunum, að áskilja sér allan rétt til fulls sjálfstæðis, formið eitt var eftir og frá því virtist vera hægt að ganga, hvenær sem var. En svo skeður það á útmánuðunum 1942, að 3 flokkar á Alþingi koma sér saman um að breyta stjórnarskránni sjálfum sér til ávinnings og stofna til tvennra Alþingiskosninga á því sama ári, þrátt fyrir það, að Alþingi árið áður hafði ekki séð sér annað fært, vegna ófriðar- ástandsins, en fresta lögboðnum kosningum í allt að 4 ár. Þetta ráðlag mæltist að vonum misjafnlega fyrir og til að draga úr óvin- sældum þess var sjálfstæðismálinu blandað í þetta: Þjóðinni var lofað fullum skilnaði við Danmörku og lýðveldisstofnun haustið 1942 og þetta átti að gera með stjórnarskrárbreytingu. Nú hefði að sjálfsögðu verið gott, ef við hefðum getað stofnað lýðveldi í fyrra, þó segja megi, að ekki skipti mjög miklu um 1—2 ár fyrr eða síðar, en eins og sýnt var fram á af mér og fl. í þeim umræðum, þá þurfti alls enga stjórnarskrárbreytingu til þess að skilja til fulls við Dani og stofna lýðveldi, lýðveldi heimsins hafa a. m. k. ekki hingað til verið stofnuð með þeim hætti. Það, sem þurfti, var ályktun Alþingis og samþykki þjóðarinnar. Stjórnar- skráin gat komið síðar, þó að vísu sé hentugt, að hún komi sam- tímis. Á þennan skilning hefur milliþinganefndin í stjórnarskrár- málinu nú fallizt. Hún lætur ekki nægja, að flytja frumvarp að lýðveldisstjórnarskrá, heldur flytur hún líka tillögu til þingsálykt- unar um niðurfelling dansk-íslenzka sambandslagasamningsins og um rétt danskra ríkisborgara, heimilisfastra á íslandi. Ætlast hún til, að þessi ályktun verði borin undir þjóðaratkvæði og síðan end- ur samþykkt af Alþingi. Þessi ályktun er að sjálfsögðu hið raunveru- lega sjálfstæðismál, en stjórnarskráin er innanlandsmál okkar einna. Það var því bæði óviðurkvæmilegt ogóheppilegt.hvernig sjálf- stæðismál þjóðarinnar var dregið inn í stjórnarskrármálið 1942. Við þetta bættust, svo sem öllum mun nú kunnnugt, afskipti er- lendra stórvelda, sem urðu til þess, að alþingi sá sér ekki fært að ganga frá sambandsslitum á því ári. Ástæðan til hinna erlendu afskipta virðist hafa verið sú, að rétt- 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.