Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Qupperneq 23
DAGSKRÁ
17
Alþingi yfir þeim vilja sínum, að lýðveldi verði stofnað á íslandi
jafnskjótt og sambandinu við Danmörku verður formlega slitið.
Eftir að samþykktirnar 17. maí 1941 voru gerðar, virtust flestir
eða allir sammála um það, að láta við svo búið sitja fyrst um sinn,
jafnvel til ófriðarloka. ísland var búið, með samþykktunum, að
áskilja sér allan rétt til fulls sjálfstæðis, formið eitt var eftir og
frá því virtist vera hægt að ganga, hvenær sem var. En svo skeður
það á útmánuðunum 1942, að 3 flokkar á Alþingi koma sér saman
um að breyta stjórnarskránni sjálfum sér til ávinnings og stofna
til tvennra Alþingiskosninga á því sama ári, þrátt fyrir það, að
Alþingi árið áður hafði ekki séð sér annað fært, vegna ófriðar-
ástandsins, en fresta lögboðnum kosningum í allt að 4 ár. Þetta
ráðlag mæltist að vonum misjafnlega fyrir og til að draga úr óvin-
sældum þess var sjálfstæðismálinu blandað í þetta: Þjóðinni var
lofað fullum skilnaði við Danmörku og lýðveldisstofnun haustið
1942 og þetta átti að gera með stjórnarskrárbreytingu.
Nú hefði að sjálfsögðu verið gott, ef við hefðum getað stofnað
lýðveldi í fyrra, þó segja megi, að ekki skipti mjög miklu um 1—2
ár fyrr eða síðar, en eins og sýnt var fram á af mér og fl. í þeim
umræðum, þá þurfti alls enga stjórnarskrárbreytingu til þess að
skilja til fulls við Dani og stofna lýðveldi, lýðveldi heimsins hafa
a. m. k. ekki hingað til verið stofnuð með þeim hætti. Það, sem
þurfti, var ályktun Alþingis og samþykki þjóðarinnar. Stjórnar-
skráin gat komið síðar, þó að vísu sé hentugt, að hún komi sam-
tímis. Á þennan skilning hefur milliþinganefndin í stjórnarskrár-
málinu nú fallizt. Hún lætur ekki nægja, að flytja frumvarp að
lýðveldisstjórnarskrá, heldur flytur hún líka tillögu til þingsálykt-
unar um niðurfelling dansk-íslenzka sambandslagasamningsins og
um rétt danskra ríkisborgara, heimilisfastra á íslandi. Ætlast hún
til, að þessi ályktun verði borin undir þjóðaratkvæði og síðan end-
ur samþykkt af Alþingi. Þessi ályktun er að sjálfsögðu hið raunveru-
lega sjálfstæðismál, en stjórnarskráin er innanlandsmál okkar
einna. Það var því bæði óviðurkvæmilegt ogóheppilegt.hvernig sjálf-
stæðismál þjóðarinnar var dregið inn í stjórnarskrármálið 1942.
Við þetta bættust, svo sem öllum mun nú kunnnugt, afskipti er-
lendra stórvelda, sem urðu til þess, að alþingi sá sér ekki fært
að ganga frá sambandsslitum á því ári.
Ástæðan til hinna erlendu afskipta virðist hafa verið sú, að rétt-
2