Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Side 31
dagskrá
25
ekki fyrst og fremst á móti i-
hlutun ríkisvaldsins. Roosevelt
forseti orðaði þetta einu sinni
svo, að „þeir sömu menn, sem
vilja ekki, að ríkisvaldið skipii
sér af atvinnulífinu, verða oft
fyrstir til að heimta verndar-
tolla af stjórninni" (F. D. Roose-
velt, Looking Forward). Á þeirn
timum, er járnbrautirnar voru
byggðar (en það voru fyrstu
framkvæmdirnar, sem kröfðust
fiárframlaga og festingar fjár á
ftrjög stóran mælikvarða), varð
ríkisvaldið að láta til sín taka
í fyrsta skipti til þess að tryggja
járnbrautarfélögin gegn duttl-
ungum einstaklinga og til þess
að vernda einstaklingana gegn
°f háum gjöldum. Einnig hafa
öll nútímaríki orðið að hlutast
til um atvinnudeilur, fyrst t.il
Þess að vernda atvinnurekendur
Segn verklýðsfélögum og siðar
i því skyni að vernda réttindi
verklýðsfélaga. Ef við viljum
öðlast rétta mynd af þjóðfélagi
nútímans, megum við ekki
hugsa okkur einstaklinga, sem
ýmist vinni saman eða keppi
innan þeirra takmarka, sem
ríkið setur, heldur verða menn
a» hafa í huga fáein stór og
voldug samtök, sem ýmist eiga
1 keppni sín á milli eða vinna
saman í samræmi við hagsmuni
hinna einstöku hópa, og ríkis-
A ald, sem stöðugt verður að auka
valdssvið sitt til að koma í veg
fyrir, að þjóðfélagsbyggingin
Iiðist í sundur. Við. getum ekki
lcngur miðað við einangraða, ó-
samtaka einstaklinga, eins og
klassisku hagfræðingarnir
gerðu. Viðfangsefni hagfræö-
innar nú á tímum er maðurinn
í samfélagi, maðurinn sem liður
í félagssamtökum, sem heyja
stöðuga baráttu um völdin.
Deilan stendur ekki lengur um
einstaklingsframtak eða félags-
rekstur. Deilan er um það, hvoit
það eigi að láta félagslegar fram-
kvæmdir vera komnar undir til-
viljunarúrslitum baráttunnar
milli hagsmunahópanna eöa
hvort eigi að stýra og samræma
starfsemi þessara hópa til hags-
bóta fyrir þjóðarheildina.
Auður og velferð
Klassisku hagfræðingarnir
gengu út frá því sem sjálfsögð-
um sannindum, að svo væri bezt
séð íyrir velferð þjóðfélagsins,
að framleiðslan væri sem mest.
Það var álitið, að með því að
hver hugsaði fyrst og fremst um
eigin hag, væri hag heildarinn-
ar bezt borgið. Gróðavoninni
var þannig beitt fyrir vagn
heildarinnar. í fyrsta skipti í
veraldarsögunni var gróði ein-
staklingsins álitinn mælikvarði
á, hvað nytsamt væri fyrir þjóð-
félagsheildina.