Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Side 32
26
DAGSKRÁ
Frá því um miðja 19. öld hef-
ur hvað eftir annað í fram-
kvæmd verið dregið úr harð-
neskju þessarar kenningar fyrir
afskipti ríkisvaldsins. Hin fé-
lagslega samvizka tók að streit-
ast meir og meir gegn þeirri
skoðun, að aðaltilgangur at-
vinnulífsstarfseminnar væri sá
að framleiða sem kostnáðar-
minnst sem mest magn af gæð-
um, er verði selt sem dýrast.
Ríki og bæjarfélög tóku einnig
víða að annast ýmsar þjónust-
ur og sjá fyrir ýmsum þægind-
um, sem að vísu voru almennt
talin þjóðfélaginu gagnleg, en
sem ekki var hægt að réttlæta
á mælikvarða verð- og gróða-
kerfisins. Án þess að tekið væri
eftir því, var nú farið að að-
greina hugtakið „velferð“ frá
mælikvarða „auðsins", sem
smám saman varð að víkja. En
velferð var ekki mælanleg eins
og auðurinn. Nú var ekki lengur
hægt að líta á verð og gróða
sem hina einu þætti, er ákvarði,
að hvaða verkefnum fram-
leiðslugetu þjóðfélagsins skuli
beint. Þetta hafa menn lært af
nútímastyrjöldinni, sem heimt-
ar gervalla framleiðslugetu
þjóðfélagsins. Þeim, sem falin
voru umráð yfir öllum fram-
leiðslukrafti brezku þjóðarinnar
í styrjöldinni 1914—’18, varð
brátt ljóst, „að ekki var hægt
að meta raunverulega þýðingu
eftirspurnarinnar á mælikvarða
kaupgetunnar.“ Nær sanni væri
að segja, að horfið hafi verið frá
því með öllu, að líta á kaupget-
una sem mælikvarða. „Með því
að beita forgangsreglunni (pri-
orities) var framleiðsan öll
rekin í samræmi við markmið
þjóðarheildarinnar frekar en í
samræmi við vilja þeirra, sem
höfðu kaupgetu í höndum.“
(B. Baruch), Stríðið hefur sann-
að það, svo ekki verður hrakið,
að hin virkasta samstilling allra
framleiðslukrafta þjóðfélagsins
að ákveðnu markmiði, getur
ekki byggzt á óskipulögðu ein-
staklingsframtaki.
Því miður var talið, að reynsla
stríðsáranna hefði ekki gildi
fyrir friðarárin. Winston Churc-
hill hefur manna bezt lýst á-
standinu vopnahlésdaginn 11.
nóvember 1918:
„Skipulagning okkar var
mjög öflug og framleiðsluvél-
in var ákaflega sveigjanleg.
Hinir duglegu viðskiptafor-
kólfar, sem hver um sig stóðu
fyrir mörgum deildum, höfðu
nú um hálfs annars árs skeið
starfað í nokkurskonar iðnað-
arráðuneyti. Þeir voru vanir
að mæta skyndilegum og ó-
væntum breytingum ,sem hin
síbreytilegu viðhorf styrjald-
arinnar höfðu í för með sér ..