Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 33

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 33
dagskrá Þegar hér var komið, var það fátt, sem þeir treystu sér ekki til að gera á sviði framleiðsl- unnar. Það hefði t. d. ekki þótt erfiðara að afgreiða pöntun á hálfri milljón húsa heldur en að halda áfram að framleiða hundrað þúsund flugvélar, eða tuttugu þús- und byssur, eða fallbyssur fyrir Bandaríkjaherinn eða tvær milljónir smálesta af skotfærum. En frá elleftu stundu var ríkjandi alveg nýtt viðhorf. Peningakostn- aðurinn, sem við höfðum aldrei talið vera atriði, er gæti takmarkað framleiðslu birgða handa hernum, heimt- aði aftur forgangsrétt sinn frá þeirri stundu, er vopna- viðskiptum lauk. (Winston Churchill, The World Crisis). Tilraunin til að stöðva þróun- ina og hverfa aftur til hagkerfis, þar sem allt er miðað við „pen- ingakostnaðinn", mistókst ger- samlega, en til þess lágu bæði siðferðilegar og tæknilegar or- sakir. Á tímabilinu eftir stríðið hættu menn, sérstaklega yngri kynslóðin, að álíta, að það, sem er þjóðfélagslega æskilegt, og Það, sem „borgar sig“ bezt í beinhörðum peningum, hljóti að fara saman. Kreppan mikla, sem hófst 1929, braut síðustu virki hins óskipulagða sam- 27 keppnis-kapitalisma. Eins og Roosevelt forseti komst að orði í ræðu, er hann hélt 1933: „Öfl þau, sem hafa stjórnað viðskipt- um mannanna, hafa brugðizt vegna stirðleika þeirra og ó- hæfni, og hafa nú orðið að láta í minni pokann .... Að hve miklu leyti endurreisnarstarfið tekst, er komið undir því, að okkur takist að setja félagsleg verðmæti í stað hinnar miður göfugu gróðahugsunar.“ Reyndin hefur orðið sú, að hagfræðivísindin hafa verið miklu tregari en atvinnupólitík- in sjálf til að laga sig eftir hin- um nýja anda. Stjórnmála- mennirnir hafa fyrst og fremst orðið að taka tillit til þarfa þjóðfélagsins og hafa því orðið að bjóða öllum skólabókarkenn- ingum byrginn. Hagfræðivís- indin hafa ekki getað gefið neina leiðsögn á þessum miklu kreppuárum. Þetta urðu hlutskipti þessarar vísindagreinar fyrir að reyna að verja grundvallarreglur gróða- kerfisins á þeirri öld, sem fyrir löngu var búin að ákveða að taka upp annan mælikvarða á það, sem er þjóðfélaginu fyrir beztu. Það hafa margir haldið því fram, að ógerlegt væri að út- rýma gróðahvötinni sem megin- hreyfiafli atvinnulífsins. Hag-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.