Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Qupperneq 40

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Qupperneq 40
34 DAGSKRÁ framleiða það, sem neytandinn óskar eftir. Algengt var, að framleiðendur seldu vörur sínar á erlendum markaði undir kostnaðarverði til þess að vinna markaðina, en bættu sér tapið upp á kostnað innlendra neyt- enda. Þessar aðferðir ásamt mörgum öðrum brögðum sköp- uðu algeran glundroða í milli- landaviðskiptum. Allir, sem um þessi mál hugsuðu, ráku sig á það, að einhvers staðar hlyti að vera veila í röksemdafærslunni. En vandamálið leystist ekki og tilraunirnar til að leysa það virtust aðeins gera illt verra. Úrræði og aðgerðir Fyrstu mistökin 'voru því að kenna, að menn skildu ekki sjúkdómseinkennin. Menn voru yfirleitt á þeirri skoðun, að of- framleiðsla gæti ekki átt sér stað nema um takmarkaðan tíma og lengi vel var engin ítar- leg rannsókn gerð á orsökum kreppunnar. í fyrsta lagi var lítt reynt að rannsaka eðli þessarar svokölluðu offramleiðslu. Það er hugsanlegt, að á ákveðnu augnabliki sé meira framboð á t. d. gúmmíi, hvallýsi eða baðm- ull heldur en þörf er fyrir til þeirra nota, sem nú þekkjast. Eins má vera, að hægt væri að rækta meira hveiti eða meiri baðmull en mannkynið þarf á að halda. í þessum tilfellum væri um raunverulega (abso- lúta) offramleiðslu að ræða. En hitt er algengara, að framleiðsl- an í heild sé ekki ofmikil í sjálfu sér, heldur aðeins of mikil í hlutfalli við kaupgetu neytend- anna. Þannig gæti verið „of- framleiðsla“ á svínafeiti í Chi- cago á sömu stundu og bændur í Austur-Evrópu væru aðfram- komnir af fituskorti. Að sönnu mun málum stundum þannig háttað, að ómögulegt er að skera úr því, hvort um raunverulega eða hlutfallslega offramleiðslu er að ræða. En þessi vandamál verða að aðgreinast og krefjast ólíkra úrlausna. Hið mikla vandamál tveggja undanfarinna áratuga er hlutfallsleg offram- leiðsla. Síðari villan, sem stafar einnig af of nánu sambandi við klassisku hagfræðina, var, að mönnum sást yfir það, að hlut- fallsleg offramleiðsla var orðið rótgróið (króniskt) böl, sem staf- aði af hinni miklu jafnvægis- röskun á valdaaðstöðu framleið- andans annars vegar og neyt- andans hins vegar, eins og áð- ur hefur verið að vikið. Við slíkar aðstæður var það kórvilla að fara að leysa vanda- málið fyrst og fremst með tilliti til framleiðenda, eins og gert var. Framleiðendur höfðu hvar- vetna svo sterk tök á ríkisvald-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.