Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 49

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 49
dagskrá 43 þingsályktunartillaga um und- irbúning heildarlöggjafar um höfundarétt og listvernd. Önnur lög viðvíkjandi félags- naálum, sem samþ. voru, eru lög um orlof, lög um breyting á lögum um stríðsslysatryggingu sjómanna, lög um breyting á lögum um verzlunaratvinnu og lög um breyting á lögum um al- þýðutryggingar. Tveggja þings- ályktunartillagna mætti einnig geta. Þingsályktunartillögu um að fá Þjóðleikhúsið rýmt og smíði þess lokið. Var hún sam- þykkt. Það er sannarlega komið niál til, að stjórnarvöldin setji rögg á sig í því máli. Leik- listarstarfsemi í höfuðborg ís- lands hefir varla þak yfir höf- uðið og þess vegna engin skil- ýrði til þroska. Hins vegar hefir hjóðleikhúsið nú staðið ófull- gert í 12 ár og er nú notað sem vörugeymsla setuliðsins. Hin þingsályktunartillagan er um byggingu æskulýðshallar í Heykjavík. Var henni vísað til ríkisstjórnarinnar með tilmæl- um um, að hún athugaði það mál nánar í samráði við stjórn hæjarins og æskulýðsfélögin þar. II. Heilbrigðismál. Af heilbrigðismálum má nefna þingsályktunartillögu um læknisbústað Eyrarbakkalækn- ishéraðs og þingsályktunartil- lögu um ráðstafanir út af lækn- islausum héruðum. Frumvarpi til breytinga á sjúkrahúslögun- um var vísað til ríkisstjórnar- innar og frumvarp um skipun læknishéraða afgreitt með rök- studdri dagskrá. III. Landbúnaðarmál. Einna merkasta þingmálið varðandi landbúnaðinn er án efa hin nýju ákvæði um verkfæra- kaupasjóð. Upphaf þessa máls er það, að þegar Hermann Jónas- son var landbúnaðarráðherra lét hann ríkið kaupa tvær skurðgröfur og fól Búnaðarfé- lagi íslands að semja reglur um notkun þeirra. Verkfæranefnd félagsins tók nú málið til með- ferðar og samkvæmt tillögum hennar voru svo samþykkt lög um breytingu á jarðræktarlög- unum þar að lútandi. Þessi nýju ákvæði um verkfæra- kaupasjóð eru meðal annars í því fólgin, að fjárráð hans verða stórum aukin og honum ætlað að kaupa ýmsar vélknún- ar jarðræktarvélar og skurð- gröfur og gera tilraunir með þær. Eins og kunnugt er, stönd- um við að baki ýmsum öðrum þjóðum hvað snertir vinnuað- ferðir. Á þetta ekki hvað sízt við um ræktunarmál landbún- aðarins. Er ekki ósennilegt að úr þessu fari að rætast. Margir

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.