Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Side 57
dagskrá
51
Þingsályktun var einnig sarn-
þykkt um að gefa út heimilis-
útgáfu af Njáiu.
Ennfremur komu fram tvær
þingsályktunartillögur um skóg-
rækt. Önnur um, að skógrækt
verði gerð að kennslugrein við
kennaraskólann, bændaskólana,
húsmæðraskólana og alþýðu-
skólana. Hin er um stofnun
skógræktar að Hvammi í Döl-
um.
Af lögum mætti helzt nefna
iög um breyting á Áfengislög-
unum, atkvæðagreiðslu í hverju
sýslu- eða bæjarfélagi um, hvort
útsala skuli þar leyfð. Lög um
úreyting á lögum um dýralækna,
Se>n auka starfssvið dýralækn-
isins í Reykjavík og gera hann
að ráðgjafa ríkisstjórnarinnar
í heilbrigðismálum búpening«.
Lög um breyting á sveitar-
stjórnarlögunum, sem auka aö
nokkru laun oddvita. Ennfrem-
ur lög um breyting á lögum mn
þingfararkaup alþingismanna,
þ^r sem ríkisstjórn er gert
aö skyldu,. að sjá utanbæjar-
þingmönnum fyrir leigulausum
bústað meðan á þingi sten.dur.
Frumvarp um rannsókn
skattamála kom fram, en varð
ekki útrætt. Gerir það ráð fyr-
ir sérstökum skattdómurum í
landsfjórðungum. Skulu þeir, ef
Þurfa þykir, hefja rannsókn af
sjálfsdáðum eða að fyrirlagi
dómsmálaráðherra eða fjár-
málaráðherra eða eftir kröfu
skattanefndar, yfirskatta-
nefndar eða ríkisskattanefndar.
Ætlazt er er til að lögin verði
endurskoðuð á Alþingi 1945.
Frumvarp um bann gegn
minnkaeldi var ekki útrætt. Og
ekki frumvarp um lífeyrissjóð
barnakennara og ekkna þeirra
eða frumvarp um lífeyrissjóð
starfsmanna ríkisins.
Frumvarp um bifreiðaeinka-
sölu var fellt við þriðju um-
ræðu í neðri deild.
Alls voru á þessu þingi
borin fram 111 frumvörp til
laga . Þar af hafa 50 verið af-
greidd sem lög. Þingsályktunar-
tillögur voru bornar fram
67, þar af 38 afgreiddar til
stjórnarinnar. Fyrirspurnar
komu 3 fram. Samtals voru tek-
in til meðferðar 181 mál.
Ég hefi hér á undan leitast
við að geta að nokkru þeirra
helztu mála, sem rædd hafa ver-
ið á Alþingi. Ef einhverjir gætu,
við lestur þessa yfirlits, öðlazt
gleggri hugmynd en ella um
meðferð löggjafarvaldsins árið
1942, þá er tilganginum náð.
Jóhannes Eliasson.
4*