Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 68
62
DAGSKRÁ
Fimleikaflokkur Umf. Skallagrimur í Borgarnesi á Hvanneyrarmótinu.
Reykjavík: Knattspyrnufél. Víkingi, Knattspyrnufél. Val og Glímu-
félaginu Ármanni.
6. íþróttakennsla'. íþróttasjóður hefur tvö síðustu árin veitt
U. M. F. í. og í. S. í. krónur '22 þúsund hvoru, sem hefur að mestu
gengið til íþróttakennslu. Hefur U. M. F. í. haft 7—8 íþrótta-
kennara í þjónustu sinni og í. S. í. nokkra. Árangurinn af þessu
kennaraliði er geysi-mikill, enda hafa kennararnir verið mjög eftir-
sóttir af félögunum víðsvegar um landið. Hafa einstök Umf. og
héraðssambönd haldið fleiri og fjölmennari íþróttamót með hverju
árinu sem líður og landsmót U. M. F. í. að Hvanneyri 26. og 27.
júní s. 1. bar glæsilegt vitni þeirri íþróttavakningu, sem nú er
að hefjast um allt landið og sem má að mestu leyti rekja til hins
ágæta árangurs, sem orðið hefur þennan skamma tíma af setningu
íþróttalaganna. Var þetta og einróma álit hinna 57 fulltrúa, sem
mættu á 14. sambandsþingi U. M. F. í. að Hvanneyri s. 1. vor og
létu í Ijósi þakkir sínar og ánægju yfir setningu og framkvæmd
íþróttalaganna með sérstakri samþykkt.
Á Hvanneyrarmótinu mættu um 150 íþróttamenn, þar af þrir
fimleikaflokkar. Keppt var í sundi, glímu og 14 greinum í frjáls-