Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Side 71

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Side 71
dagskrá 65 ná megi því marki að vinna bug á skorti. í samþykktum sínum °g skýrslum viðurkennir ráð- stefnan, að krafan um „frelsi gegn skorti“ hljóti að þýða það, að hverjum manni verði tryggð næg og holl fæða. Allir menn þurfa að sjálf- sögðu að neyta fæðu. Hins veg- ar eru matvæli framleidd af % æannkynsins. Þessar tvær hlið- ar á öflun lífsviðurværis verða ekki aðskildar. Menn geta ekki neytt meiri fæðu nema hægt sé að afla hennar úr skauti jarð- ar eða sjávar-. Ef mönnum á að standa til boða meiri og betri íæða, verða framleiðendur að vita, hvers af þeim er krafizt. Þeir verða einnig að fá vissu fyrir því; að störf þeirra veiti Þeim sæmilega lífsafkomu. Ráðstefnan lagði áherzlu á hið þýðingarmikla samband milli íramleiðenda og neytenda. Við- urkennt var, að matvælaástand °g landbúnaðarpólitík hverrar Þjóðar yrði að skoðast sem ein heild og lagt var til að velja fasta nefnd til þess að fjalla um Þessi mál í heild. Pulltrúarnir komust einnig að Þeirri niðurstöðu, að þær fæðu- tegundir, sem nauðsynlegastar eru til þess að bæta mataræði °g heilsufar almennings, eru flestar framleiddar með aðferð- Um, sem tryggja bezt frjóvgi jarðvegsins og afkomu fram- leiðenda. M. ö. o. betra matar- æði hefur í för með sér fram- farir í landbúnaði. Ráðstefnan lýsti yfir þeirri skoðun sinni, að mögulegt sé að vinna með öllu bug á skorti, en gengur þess þó ekki dulin, að fyrst verður nauðsynlegt að vinna bug á hungursneyðinni. Fyrsta skylda hinna sameinuðu þjóða í nánustu framtíð er að vinna algeran sigur í stríðinu, en eftir því sem herir þeirra leysa þjóðirnar undan okinu, er það ætlun þeirra að færa hin- um hungrandi þjóðum matvæli. í þessu skyni voru gerðar sam- þykktir um skipulagning land- búnaðarframleiðslu og um ráð- stafanir til þess að koma í veg fyrir miklar verðsveiflur, sem gætu átt sér stað vegna skorts- ins á millibilstímanum eftir stríðið. Margir fulltrúanna gáfu upp- lýsingar um heilsufar í heima- löndum sínum og bentu á hið nána samband milli ýmissa sjúkdóma og ófullnægjandi mat- aræðis. Barnadauði stafar að miklu leyti af næringarskorti. Bent var á þá staðreynd, að með öllum þjóðum er enn fjöldi fólks, sem fær hvorki næga né rétta fæðu til viðhalds heilsunni og í mörgum löndum jafnvel meiri- hluti íbúanna. 5

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.