Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 71

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 71
dagskrá 65 ná megi því marki að vinna bug á skorti. í samþykktum sínum °g skýrslum viðurkennir ráð- stefnan, að krafan um „frelsi gegn skorti“ hljóti að þýða það, að hverjum manni verði tryggð næg og holl fæða. Allir menn þurfa að sjálf- sögðu að neyta fæðu. Hins veg- ar eru matvæli framleidd af % æannkynsins. Þessar tvær hlið- ar á öflun lífsviðurværis verða ekki aðskildar. Menn geta ekki neytt meiri fæðu nema hægt sé að afla hennar úr skauti jarð- ar eða sjávar-. Ef mönnum á að standa til boða meiri og betri íæða, verða framleiðendur að vita, hvers af þeim er krafizt. Þeir verða einnig að fá vissu fyrir því; að störf þeirra veiti Þeim sæmilega lífsafkomu. Ráðstefnan lagði áherzlu á hið þýðingarmikla samband milli íramleiðenda og neytenda. Við- urkennt var, að matvælaástand °g landbúnaðarpólitík hverrar Þjóðar yrði að skoðast sem ein heild og lagt var til að velja fasta nefnd til þess að fjalla um Þessi mál í heild. Pulltrúarnir komust einnig að Þeirri niðurstöðu, að þær fæðu- tegundir, sem nauðsynlegastar eru til þess að bæta mataræði °g heilsufar almennings, eru flestar framleiddar með aðferð- Um, sem tryggja bezt frjóvgi jarðvegsins og afkomu fram- leiðenda. M. ö. o. betra matar- æði hefur í för með sér fram- farir í landbúnaði. Ráðstefnan lýsti yfir þeirri skoðun sinni, að mögulegt sé að vinna með öllu bug á skorti, en gengur þess þó ekki dulin, að fyrst verður nauðsynlegt að vinna bug á hungursneyðinni. Fyrsta skylda hinna sameinuðu þjóða í nánustu framtíð er að vinna algeran sigur í stríðinu, en eftir því sem herir þeirra leysa þjóðirnar undan okinu, er það ætlun þeirra að færa hin- um hungrandi þjóðum matvæli. í þessu skyni voru gerðar sam- þykktir um skipulagning land- búnaðarframleiðslu og um ráð- stafanir til þess að koma í veg fyrir miklar verðsveiflur, sem gætu átt sér stað vegna skorts- ins á millibilstímanum eftir stríðið. Margir fulltrúanna gáfu upp- lýsingar um heilsufar í heima- löndum sínum og bentu á hið nána samband milli ýmissa sjúkdóma og ófullnægjandi mat- aræðis. Barnadauði stafar að miklu leyti af næringarskorti. Bent var á þá staðreynd, að með öllum þjóðum er enn fjöldi fólks, sem fær hvorki næga né rétta fæðu til viðhalds heilsunni og í mörgum löndum jafnvel meiri- hluti íbúanna. 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.