Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Side 77
dagskrá
71
og haldið upp í móti til Brenner-
skarðsins, sem er í yfir 2000
metra hæð frá sjávarfleti. Fyrr
en varði vorum við komnir upp
í Brennerskarðið, að landamær-
um Ítalíu. Við höfðum þannig
ferðazt yfir Austurríki, eiginlega
án þess að stíga fæti á austur-
rikska jörð.
Það var farið að snjóa og ]>að
grillti aðeins í drungalegar
fjallagnípurnar gegnum hríð-
ina. Hér stóðu herskarar Mussé-
línis árið 1934, tilbúnir til þess
a$ verja sjálfstæði Austurríkis
• gegn þýzkri árás. Mikið vatn
hefir runnið til sjávar síðan það
var.
Nú komu inn í lestina nokkr-
ir menn til þess að athuga vega-
bréf og farangur farþeganna.
Menn þessir voru lágvaxnir,
kvikir í hreyfingum, dökkeygðir
°g svarthærðir. Það var ekki
lengur um að villast, að við vor-
nni komnir til Ítalíu, þó að
kuldalegt væri þar uppi á reg-
infjöllum. Unglingar, sem voru
að selja alls konar varning,
gengu fram og aftur og sungu,
frekar en kölluðu, nöfnin á góð-
gseti því, sem þeir höfðu á boð-
stólum, aðallega „vino Chianti",
Þ- e. a. s. rauðvín frá Chianti.
^á voru þarna landamæraverð-
lr í einkennisbúningum, sem
okkur þótti nýstárlegir. Menn
Þessir voru í grænum buxum og
jökkum með belti. Við belti sér
höfðu þeir skammbyssu og rýt-
ing. Þeir höfðu græn slög yfir
sér og á höfði græna hatta með
langri fjöður. Á fótum höfðu
þeir svarta gönguskó og hlífar
vafðar um leggina. Minnti þetta
einna helzt á veiðimannabún-
inga frá miðöldum. Mennirnir
báru sig vel, er þeir þrömmuðu
fram og aftur í snjónum, en það
var auðsætt, að þeim þótti dauf-
leg vistin þarna á fjöllum uppi,
enda kynntumst við seinna
manni úr þessari hersveit í
Flórenz og hafði hann dvalið i
nokkra mánuði í Brennerskarði,
en var þá á leið til Sikileyjar til
löggæzlustarfa þar og sagðist
hann hafa orðið þeim skiptum
fegnastur. Hann fræddi okkur á
því, að þetta væri ríkislögregla.
Eftir alllanga viðdvöl var nú
enn haldið af stað og tók nú
bráðlega að halla undan fæti.
Og stöðugt óx eftirvænting okk-
ar. Við áttum stundum erfitt
með að átta okkur á því, að það
væri ekki draumur, að við væv-
um á fleygiferð niður fjöllin og
út á hina frjósömu Pó-sléttu,
suður á sólbjartan Ítalíuskaga,
sem bláar öldur Miðjarðarhafs-
ins leika um, þar sem tígulegir
pálmar bærast í þýðum vind-
blænum, þar sem hvítar must-
erisrústir ber við heiðbláan
himin. Áður en næsti dagur