Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 78
72
DAGSKRÁ
væri að kvöldi kominn, myndum
við vera í Flórenz, hinni frægu
borg listanna, borg Dante Alig-
hieri. Síðan færum við til
Rómaborgar. Við ættum eftir að
ganga um Forum Romanum,
Þingvelli Rómaveldis, ganga
upp á Kapitolhæðina eins og
hinir fornu sigurvegarar, sjá
hringleikhúsið volduga, sjá Pét-
urskirkjuna og páfann, fara
síðan til hinnar fögru Napoli,
sigla á Napoli-flóanum til Capri,
allt þetta fannst okkur að hlyti
að vera draumur og við mynd-
um vakna hráslagalegan þoku-
morgun norðan Alpafjalla.
En lestin þýtur áfram og við
sjáum stöðugt nýjar og nýjar
myndir, þar sem við stöndum
við gluggann. Það var komin
rigning og snjórinn var víðast
horfinn. Fossar og lækir geyst-
ust niður fjallshlíðarnar, sem
eru víða klæddar greniskógum.
Það var stutt viðdvöl í smábæj-
unum Vipiteno, Fortezza og
Bressanone. Það var farið að
skyggja, þegar við komum til
Bozen, eða Bolzano, eins og ítal-
ir kalla bæinn. Bozen er aðal-
bærinn í Suður-Týról, sem ítalir
kalla Alto-Adige. Meginþorri í-
búanna í Suður-Týról eru
þýzkumælandi Austurríkismenn.
Hérað þetta fengu ítalir eftir
síðustu heimsstyrjöld og náðu
þannig því marki, sem ítalskir
ættjarðarvinir höfðu lengi bar-
izt fyrir, sem sé að norður-
landamæri Ítalíu næðu að
Brennerskarði. Hinn mikli ætt-
jarðarvinur og hugsuður Mazz-
ini sagði um þessi héruð:
„Trentino-fylkið er vort land, ef
vér höfum nokkurn tíma átt
nokkurt land. Innri Alparnir eru
vorir og vor eru vötnin, sem
falla í Adigeána og Feneyja-
flóa.“ Garibaldi, hin ógleyman-
lega frelsishetja, sem alltaf var
boðin og búin til þess að berj-
ast fyrir frelsi kúgaðra þjóða,
fór í herleiðangur í héruð þessi
til þess að leggja þau undir ítal-
íu. Það var þá, sem hinn nýbak-
aði konungur, Victor Emanúel,
kallaði hann aftur heim og
Garibaldi sendi hið fræga svar-
skeyti, sem hljóðaði þannig:
„Obbedisco" (ég hlýði), þó að
honum væri það óljúft. Síðan
Ítalía fékk Suður-Týról og sér-
staklega síðan Mussolini komst
til valda, hafa ítalir lagt mikla
stund á að gera þessi héruð
ítölsk. Aðalvopnið í þeirri bar-
áttu eru auðvitað skólarnir. En
íbúarnir verja þjóðerni sitt eft-
ir mætti og hafa risið miklar
deilur um þjóðernismálin á
þessum slóðum. Framh.
Prentsmiðjan EDDA h.f.