Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 6
komnir frá því, og því ekki að vœnta mikilla afreka af þeirra hálfu fyrst
um sinn, þótt vonandi eigi þeir síðar eftir að fylla siður Flóru.
Eins og getið var i formála fyrsta heftis Flóru, var tilgangur hennar
tvíþœttur, annars vegar að skaþa tengsl milli grasafrœðinga og almenn-
ings, og hins vegar, að koma verkum þeirra á framfœri í hinum frœði-
lega heimi. Þetta hefur að því leyti tekizt, að Flóra á nú vœnan hóp
áskrifenda í landinu, og fer auk þess um viða veröld sem skiptirit. Ann-
að mál er það, að við höfum kannske ekki sem allra bezta samvizku
gagnvart þessum tveimur hópum lesenda. Gagnvart fyrri hópnum verð-
um við að viðurkenna, að ritið hefur ekki verið nógu alþýðlegt, og
fyrir erlenda lesendur hefur það verið litt aðgengilegt, vegna málsins.
Hér við bœtist og, að fjárhagur ritsins hefur ekki enn verið tryggður.
Er það raunar aðeins fyrir einskæran velvilja forstjóra Bókaforlags Odds
Björnssonar, að hœgt hefur verið að halda ritinu gangandi. Reyndist þó
óhjákvœmilegt að hækka áskriftarverðið að þessu sinni upj) i kr. 250.00.
Vegna alls þessa, höfum við tekið að íhuga málefni Flóru að nýju,
og hvernig henni verði bezt borgið i framtíðinni. Er ekki ósennilegt
að sú íhugun leiði til nokkurra breytinga á útgáfunni. Leyfum við
oss að vona, að sú breyting verði lesendum ritsins i hag fremur en hitt,
og þeir fái meira fyrir snúð sinn. Leitað hefur verið til áhugamanna i
náttúrufrœði, víða um land, um liðsinni þeirra við efnisöflun, og hafa
flestir gefið þar góð orð um. Ætti ti.llag þeirra að vera nokkur trygg-
ing fyrir alþýðleika ritsins framvegis.
Þetta hefti Flóru hefst á afmælisgrein Steindórs Steindórssonar um
dr. Helga Jónsson. Þá er allmikil ritgerð um flóru og gróður í sunnan-
verðri Dalasýslu, eftir Ingimar Óskarsson, og loks er svo siðasti hluti
ritgerðar Steindórs um hálendisgróðurinn. Er sú ritgerð þá orðin sam-
tals um 170 bls., ault um 50 töflusíðna, eða sem svarar einni meðal-
stórri bók. Fer vel á því, að þessir skörungar íslenzkrar grasafræði skuli
nú deila með sér síðum Flóru, þvi báðir eiga þeir merkisafmæli á árinu.
Allt efni, sem smærra er i sniðunum, liefur orðið að biða nœsta
heftis, sem reyndar verður prentað samtimis þessu, og sent út litlu sið-
ar, eða á næsta vori. Verður það vœntanlegu fjölbreytt að efni og sum-
part nýstárlegt og flylur m. a. skrá um áskrifendur Flóru.
H. Hg.
4 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði