Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 65
ull (F. rubra) nær einráð. Ef sandfokið væri lieft þarna, mundi landið
áður en langt líður breytast í víðiheiði. En haldi sandfokið áfram, eins
oggera má ráð fyrir er Ijóst, hversu fara muni. Breytingin frá 6—7 lield-
ur áfram, þannig að tegundum fer fækkandi, og þær verða sífellt strjálli,
unz gróðrinum er eytt með öllu. Helzti munurinn á gróðri þessara
tveggja bletta er þetta. Túnvingull (F. rubra) heldur sömu tíðni á báð-
um stöðunum en er miklu gisnari í 7. Mýrelfting (E. palustre), sem er
drottnandi í 6 er horfin í 7, en klóelfting (£. arvense) hefur liins vegar
aukizt verulega. Enda er mikill vöxtur hennar oft einkennið á deyj-
andi gróðurtorfum. Beitieski (Equisetum variegatum), grávíðir (Salix
glauca), hrossanál (.Juncus balticus) og stinnastör (Carex Bigelowii),
sem allar höfðu tíðni yfir 50 í 6 eru horfnar í 7, nema lítilsháttar er
eftir af grávíði. Á sama hátt hefur farið með skriðlíngresi (A. stoloni-
fera), fjalldrapa (Betula nana), kornsúru (Polygonum viviparum), blá-
berjalyng (Vaccinium uliginosum), lyfjagras (Pinguicula vulgaris), sýki-
gras (Tofieldia pusilla), augnfró (Euqhrasia frigida), vallhæru (Luzula
multiflora) og axhæru (L. spicata). Engin þessi tegund var að vísu áber-
andi í 6, og sýnilega á fallanda fæti, en í 7 eru þær allar horfnar. Þessar
tegundir hafa aukizt að magni: Hálmgresi (Calamagrostis neglectá),
meyjarauga (Sedum villosum) og blástjarna (Lomatogonium rotatum),
en mýrasóley (Parnassia palustris) stendur í stað. Nýjar tegundir í 7
eru: Bjúgstör (Carex maritimá), skeggsandi (Arenaria norvegicá), flaga-
sef (Juncus biglumis) og hnúskakrækill (Sagina nodosá). Háhngresi (C.
neglecta) virðist í hálendinu geta vaxið í hvaða gróðurlendi sem er, svo
að ekkert verður ráðið af aukningu þess. Af þeim tegundum, sem auk-
izt hafa eða eru nýjar í 7 eru bjúgstör, skeggsandi og hnúskakrækill
sandplöntur, en aukning hinna tegundanna mun vera hending ein eða
fram komin af því að athuganir eru of fáar. Saga gróðureyðingarinnar
á þessu svæði mun vera sú að annars vegar hefur runnaheiði með víði,
krækilyngi og fjalldrapa breyzt í gróðurlendi bletts 5 en hins vegar
mýrlendi með mýrelftingu og mýrastör og einhverjum runngróðri
breyzt í blett 6, sem síðan við aukið sandfok hefur breyzt í blett 7.
Blettur XXXV. 8, Öxnadalur, hæð um 480 m. Þetta er á áfoksbarði
í valllendisbrekku, og væri raunar réttmætt að telja blett þenna til send-
ins valllendis. Túnvingull (F. rubrá) er yfirgnæfandi, en svo gisinn, að
alls staðar eru sanddreifar milli stráanna.
Loðvíði-lúnvinguls hverfi (Salix lanata: F. rubra soc.). Tab. XXXV.
A—B 2). Þetta er hverfi runnaheiðarinnar nr. 80, en þó óvanalega auð-
ugt af krummalyngi (Empetrum hermafroditum). Athugunin er gerð
við Kráká á Mývatnsöræfum í um 370 m hæð. Allt umhverfis er mikið
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 63