Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 65

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 65
ull (F. rubra) nær einráð. Ef sandfokið væri lieft þarna, mundi landið áður en langt líður breytast í víðiheiði. En haldi sandfokið áfram, eins oggera má ráð fyrir er Ijóst, hversu fara muni. Breytingin frá 6—7 lield- ur áfram, þannig að tegundum fer fækkandi, og þær verða sífellt strjálli, unz gróðrinum er eytt með öllu. Helzti munurinn á gróðri þessara tveggja bletta er þetta. Túnvingull (F. rubra) heldur sömu tíðni á báð- um stöðunum en er miklu gisnari í 7. Mýrelfting (E. palustre), sem er drottnandi í 6 er horfin í 7, en klóelfting (£. arvense) hefur liins vegar aukizt verulega. Enda er mikill vöxtur hennar oft einkennið á deyj- andi gróðurtorfum. Beitieski (Equisetum variegatum), grávíðir (Salix glauca), hrossanál (.Juncus balticus) og stinnastör (Carex Bigelowii), sem allar höfðu tíðni yfir 50 í 6 eru horfnar í 7, nema lítilsháttar er eftir af grávíði. Á sama hátt hefur farið með skriðlíngresi (A. stoloni- fera), fjalldrapa (Betula nana), kornsúru (Polygonum viviparum), blá- berjalyng (Vaccinium uliginosum), lyfjagras (Pinguicula vulgaris), sýki- gras (Tofieldia pusilla), augnfró (Euqhrasia frigida), vallhæru (Luzula multiflora) og axhæru (L. spicata). Engin þessi tegund var að vísu áber- andi í 6, og sýnilega á fallanda fæti, en í 7 eru þær allar horfnar. Þessar tegundir hafa aukizt að magni: Hálmgresi (Calamagrostis neglectá), meyjarauga (Sedum villosum) og blástjarna (Lomatogonium rotatum), en mýrasóley (Parnassia palustris) stendur í stað. Nýjar tegundir í 7 eru: Bjúgstör (Carex maritimá), skeggsandi (Arenaria norvegicá), flaga- sef (Juncus biglumis) og hnúskakrækill (Sagina nodosá). Háhngresi (C. neglecta) virðist í hálendinu geta vaxið í hvaða gróðurlendi sem er, svo að ekkert verður ráðið af aukningu þess. Af þeim tegundum, sem auk- izt hafa eða eru nýjar í 7 eru bjúgstör, skeggsandi og hnúskakrækill sandplöntur, en aukning hinna tegundanna mun vera hending ein eða fram komin af því að athuganir eru of fáar. Saga gróðureyðingarinnar á þessu svæði mun vera sú að annars vegar hefur runnaheiði með víði, krækilyngi og fjalldrapa breyzt í gróðurlendi bletts 5 en hins vegar mýrlendi með mýrelftingu og mýrastör og einhverjum runngróðri breyzt í blett 6, sem síðan við aukið sandfok hefur breyzt í blett 7. Blettur XXXV. 8, Öxnadalur, hæð um 480 m. Þetta er á áfoksbarði í valllendisbrekku, og væri raunar réttmætt að telja blett þenna til send- ins valllendis. Túnvingull (F. rubrá) er yfirgnæfandi, en svo gisinn, að alls staðar eru sanddreifar milli stráanna. Loðvíði-lúnvinguls hverfi (Salix lanata: F. rubra soc.). Tab. XXXV. A—B 2). Þetta er hverfi runnaheiðarinnar nr. 80, en þó óvanalega auð- ugt af krummalyngi (Empetrum hermafroditum). Athugunin er gerð við Kráká á Mývatnsöræfum í um 370 m hæð. Allt umhverfis er mikið TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.