Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 66
sandfok, en nágrennið við ána hefur tálmað því að landið hafi blásið
fullkomlega. Svarðgróður er enginn, og laus sandur hvarvettna milli
plöntueinstaklinganna. Þar sem rakast er gætir krummalyngsins mest,
en loðvíðirinn er þar sem þurrara er. Túnvinglinum er nokkuð jafn-
dreift um allt svæðið. Af öðrum tegundum er kornsúra (Polygonum vi-
viparum) tíðust, en annars er blettur þessi ekki frábrugðinn víðigrund-
inni um tegundir.
Áður en skilist er við sandgróðurinn skal getið einnar athugunar af
Kaldadal. Land er þar að verða örfoka, en sums staðar standa enn eftir
smátorfur, en moldarsvæði umhverfis þær. Á einu slíku moldarsvæði
uxu eftirtaldar tegundir, en klóelfting var hin eina þeirra sem nokkuð
gætti að ráði. Klóelfting (Equisetum arvensé), skriðlíngresi (Agrostis
stolonifera), melskriðnablóm (Carclaminopsis petraea), músareyra (Ce-
rastium alpinum), fjallapuntur (Deschampsia alpina), túnvingull (Fes-
tuca rubra), blásveifgras (Poa alpina), vallarsúra (Rumex acetosa) og
lambagras (Silene acaulis).
C. Uppblásturssvæði.
í undanfarandi köflum hefur oft verið minnzt á uppblástur, og í
síðasta kafla nefnd nokkur dæmi um gróðureyðingu af völdum hans,
og hver gróðurbreyting verður, þegar foksandur berzt inn á gróður-
svæði í hálendinu, áður en vindurinn nær að feykja jarðveginum brott,
og örfoka melur skapast.
Öld eftir öld hefur sandfokið herjað á gróðursvæði hálendisins,
með rneira eða minna afli. Kunnugt er, að á síðari öldum hafa víðáttu-
mikil landflæmi eyðzt með öllu, án þess fengizt hafi full skýring þess
fyrirbæris, þótt hins vegar sé víst, að beit og ágangur búfjár hafi átt þar
drjúgan þátt. Sem dæmi slíkra svæða má nefna Kjöl og hálendið sunn-
an Langjökuls suður til byggða, vestan Hvítár, en nyrðra, landið inn
með Skjálfandafljóti, sem sagnir og fornleifar sýna, að var byggt til
forna, en er nú að langmestu leyti örfoka. Fullvíst rná telja, að næst
byggðum hefur skógarhögg og fjárbeit átt drýgstan þátt í að ryðja upp-
blæstrinum braut, en þegar kemur til hinna eiginlegu hálendissvæða,
sem upp hafa blásið, mun sú skýring tæpast einhlít. Hér verður ekki
meira rætt um það efni, enda þarf miklu meiri og víðtækari rannsóknir
til þess að gera því full sk.il.
En jafnframt Jrví, sem sandfok og uppblástur hefur eytt grónu landi,
hefur einnig farið fram endurgróður á ýmsum stöðum. Erfiðara er þó
að sjá, live nýgræðunum Jrokar áleiðis en landeyðingunni. Svo að þess-
04 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði