Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 23
INGIMAR ÓSKARSSON:
GRÓÐURRANNSÓKNIR í DALASÝSLU
SUNNANVERÐRI SUMARIÐ 1949
INNGANGUR.
Sumarið 1949 var ég við gróðurrannsóknir í Dalasýslu. Þær rann-
sóknir voru sem beint framhald af þeim athugunum, er ég liefi haft
með höndum við og við sl. aldarfjórðung, þ. e. að leggja drög að há-
plöntu-sérflórum fyrir mjög takmörkuð svæði víðs vegar um landið,
til þess að sem nákvæmust þekking geti fengizt á útbreiðslu hverrar
einstakrar plöntutegundar.
Mér varð strax fyllilega ljóst, að öll sýslan var allt of víðáttumikið
rannsóknarsvæði samanborið við þann tíma, er ég hafði til umráða.
Valdi ég því aðeins nokkurn hluta hennar, eða Haukadal, Miðdali og
Hörðudal, þ. e. svæðið frá Þorbergsstöðum í Laxárdalsmynni austur,
suður og vestur um, og allt að sýslumótum (Gljúfurá). Þenna hluta
sýslunnar „nam“ ég sérstaklega með tilliti til þess, að þar liafa svo að
segja engar athuganir verið framkvæmdar á gróðri.
Eins og það, sem hér fer á eftir ber með sér, þá hefi ég lagt aðal-
áherzluna á sérflóru nefnds svæðis, en auk þess hefi ég athugað samsetn-
ingu gróðursins í hinum mismunandi gróðurlendum, hæð tegunda yf-
ir sjávarmál o. fl.
Til þessara rannsókna naut ég styrks úr Náttúrufræðideild Menn-
ingarsjóðs, og flyt ég stjórn sjóðsins mínar beztu þakkir fyrir það.
I. ALMENNT YFIRLIT.
1 • Lega og landslag rannsóknarsvæðisins.
Rannsóknarsvæði mitt lá innan takmarkalínanna 64°53'—65°05' n.
br. og 21° 14'—22° v. 1., en á því liggja, eins og fyrr er sagt, byggðirnar:
Haukadalur, Miðdalir og Hörðudalur.
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓTd 21