Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 67

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 67
um hlutum verði lýst með fullkominni vissu þarf mælingar gerðar á nokkurra ára fresti. Gróðurkortagerð hálendisins, sem nú fer fram, mun er frá líður geta gefið svör við mörgum þeim atriðum, sem vafi hefur hvílt á í þessum efnum. Á einstöku stöðum eru nýgræðurnar samt svo ótvíræðar, að unnt er að gera sér þess nokkra grein, hvernig landið grær á ný, þegar skilyrði eru fyrir hendi, enda þótt því verði ekki svar- að, hversu langan tíma endurvöxturinn taki. Hér skal lýst tveimur nýgræðum á Bárðdælaafrétti, sem augljóslega hafa byrjað að gróa fyrir tiltölulega skömmum tíma, og voru á breyt- ingaskeiði, þegar athugunin var gerð. Á báðum stöðum kemur fram, að jarðvatnið ræður mestu um, hvort endurvöxtur hefst á blásnu landi, og rakinn er öruggasta vörnin gegn uppblæstri. Tafla XXXVI sýnir gróðurfarið á rannsóknasvæðunum. a. Breiðidalur. Nýgræðurnar í Breiðadal liggja í allbreiðri en grunnri hvilftskammt frá Sandá. Umhverfis liana eru lágir, ávalir, örfoka melar. Nokkrir hnausar, sem enn standa á melunum sýna, að áður hefur allt þetta land verið gróið. Eftir því sem ráðið verður af landslagi, er líklegt, að melarnir hafi áður verið runnaheiði, en mýrasund í hvilftinni. Land- eyðingin hefur farið fram líkt og áður var lýst. Uppblásturinn byrjað uppi á hæðunum, en síðan hefur sandurinn borizt út í mýrlendið og það þornað, en samtímis því hefur uppblástur einnig tekið að herja þar. En þegar mýrin var örfoka, hefur nýgróðurinn hafizt. Sandur og leirdust hefur borizt ofan af melunum og safnazt í dældinni, við það hefur dældarbotninn þéttzt, svo að vatn hefur haldizt þar betur en áð- ur. Þegar svo er komið, að efsta sand- og leir-lagið fer að haldast rakt, og svo mikill roksandur berst ekki að, að liann leggist yfir landið í sköflunr, er möguleiki á að gróður hefjist að nýju. Venjulegt er í há- lendinu, að á slíkum stöðum skapist mýra- eða flóa-sund. Eru ltrein hrafnafífuliverfi oft eitt gróðrarstigið á þeim stöðum. Endurgróður nýgræðu þessarar mun hafa farið franr með líkum lrætti og nú var lýst. Megingróður dældarinnar er hálmgresishverfi (Calamagrostis soc.). Ekkert verður fullyrt um, hvort það lrefur vaxið upp úr lrrafnafífu hverfi, en þessi gróðurhverfi eru svo nátengd, að það er ekki ósennilegt. Strjálvaxin hrafnafífa, sem þarna finnst gæti bent í þá átt. Mýrastör (Carex Goodenoughii) finnst í smátoppum um allt svæðið. Umhverfis hálmgresishverfið í miðju dældarinnar er belti, sem tímarit um íslenzka grasafræði - Flóra 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.