Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 67
um hlutum verði lýst með fullkominni vissu þarf mælingar gerðar á
nokkurra ára fresti. Gróðurkortagerð hálendisins, sem nú fer fram,
mun er frá líður geta gefið svör við mörgum þeim atriðum, sem vafi
hefur hvílt á í þessum efnum. Á einstöku stöðum eru nýgræðurnar samt
svo ótvíræðar, að unnt er að gera sér þess nokkra grein, hvernig landið
grær á ný, þegar skilyrði eru fyrir hendi, enda þótt því verði ekki svar-
að, hversu langan tíma endurvöxturinn taki.
Hér skal lýst tveimur nýgræðum á Bárðdælaafrétti, sem augljóslega
hafa byrjað að gróa fyrir tiltölulega skömmum tíma, og voru á breyt-
ingaskeiði, þegar athugunin var gerð. Á báðum stöðum kemur fram,
að jarðvatnið ræður mestu um, hvort endurvöxtur hefst á blásnu landi,
og rakinn er öruggasta vörnin gegn uppblæstri.
Tafla XXXVI sýnir gróðurfarið á rannsóknasvæðunum.
a. Breiðidalur.
Nýgræðurnar í Breiðadal liggja í allbreiðri en grunnri hvilftskammt
frá Sandá. Umhverfis liana eru lágir, ávalir, örfoka melar. Nokkrir
hnausar, sem enn standa á melunum sýna, að áður hefur allt þetta
land verið gróið. Eftir því sem ráðið verður af landslagi, er líklegt, að
melarnir hafi áður verið runnaheiði, en mýrasund í hvilftinni. Land-
eyðingin hefur farið fram líkt og áður var lýst. Uppblásturinn byrjað
uppi á hæðunum, en síðan hefur sandurinn borizt út í mýrlendið og
það þornað, en samtímis því hefur uppblástur einnig tekið að herja
þar. En þegar mýrin var örfoka, hefur nýgróðurinn hafizt. Sandur og
leirdust hefur borizt ofan af melunum og safnazt í dældinni, við það
hefur dældarbotninn þéttzt, svo að vatn hefur haldizt þar betur en áð-
ur. Þegar svo er komið, að efsta sand- og leir-lagið fer að haldast rakt,
og svo mikill roksandur berst ekki að, að liann leggist yfir landið í
sköflunr, er möguleiki á að gróður hefjist að nýju. Venjulegt er í há-
lendinu, að á slíkum stöðum skapist mýra- eða flóa-sund. Eru ltrein
hrafnafífuliverfi oft eitt gróðrarstigið á þeim stöðum.
Endurgróður nýgræðu þessarar mun hafa farið franr með líkum
lrætti og nú var lýst. Megingróður dældarinnar er hálmgresishverfi
(Calamagrostis soc.). Ekkert verður fullyrt um, hvort það lrefur vaxið
upp úr lrrafnafífu hverfi, en þessi gróðurhverfi eru svo nátengd, að það
er ekki ósennilegt. Strjálvaxin hrafnafífa, sem þarna finnst gæti bent í
þá átt. Mýrastör (Carex Goodenoughii) finnst í smátoppum um allt
svæðið. Umhverfis hálmgresishverfið í miðju dældarinnar er belti, sem
tímarit um íslenzka grasafræði - Flóra 65