Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 37
í rjóðurblettunum var gróður allt annar eins og gefur að skil ja. I'ar
voru, auk annars, nokkrar tegundir aí grösum og hálfgrösum; sérstak-
lega var Deschampsia flexuosa mjög algeng þar.
í Þverárhlíð vestan Reykjadalsár er og lítilsháttar kjarr. Þá eru og
smávegis leifar af fornum kjarrskóg í Sökkólfsdal. í Haukadal norðan-
verðum eru aðeins lítilfjörlegar skógarleifar í svonefndum Hríshömr-
um1), 150—180 m y. s. Hefur þessi kjarrblettur haldizt óeyddur af þeim
ástæðum, að sérstök helgi hvílir á honum. Hefur það verið og er enn
trú manna þar um slóðir, að huldufólk eigi gróður þennan, og boði
það ógæfu að skerða hann á nokkurn hátt. Óefað hefur mikill skógur
verið til forna í Haukadal.
í Hörðudal er nú enginn skógur. í Náhlíðinni (í Miðdölum), er
áður er nefnd, hefur verið stór skógur í fornöld. Bæjarnöfn og örnefni
sanna það ótvírætt, svo sem heitin: Stóriskógur, Skógskot, Miðskógur,
Kirkjuskógur og örnefnið Skógsháls. Hér var Þykkviskógur. Nú er hver
einasta birkihrísla á bak og burt. Skógurinn hefur orðið að sæta sömu
örlögum hér sem og víða annars staðar á landinu.
Erlend tré og blómjurtir sjást óvíða við bæi, en virðast þrífast dável
jiar, sem ræktun jreirra hefur verið reynd.
II. SÉRFLÓRA RANNSÓKNARSVÆÐISINS.
OPHIOGLOSSACEAE.
1. Ilotrychium lunaria (L.) Sw., tunglurt — Víða. Sfn: Ytri Hrafnabjörg (30/7). H. 20 cm.
f. microphyllum I. Ósk. Gunnarsstaðir (5/8). H. 7 cm. Þetta forma, sem ég hef hvergi
séð getið, er frábrugðið aðaltegundinni í því, að það er smávaxið og vantar nær alveg
grólausa blaðið; er það aðeins agnarlítill bleðill neðan til á einni gróblaðsgreininni.
POLYPODIACEAE.
2. Cystopteris fragilis (L.) Bernh., tófugras — Hér og hvar í klettaskorum og urðarholum.
Nót: Tunguárgil, Saurstaðir.
3. Lastrea dryopteris (L.) Bory, þrílaufungur — Fr. óvíða. Sfn: Stóragil í Miðdölum
2/8). H. 22 cm. — Hamrar (3/8). H. 15 cm. Nót: Á n. st. milli Hamra og Mjóabóls.
1. L. phegopteris (L.) Bory, þríhyrnuburkni — Sj. Sfn: Hamrar, gegnt Núpi (3/8). H.
15 cm. Óx í brattri lyngbrekku.
5. Polypodium vulgarc L., köldugras — Sj. Sfn: Milli Hörðuhóls og Snóksdals (30/7). H.
11 cm. Óx í hárri, einstakri klettahlein mót suðri.
EQUISET ACEAE.
f>. E(|uisetum arvense I.., klóelfting — Alg. Sfn: f. erecta, Tunguárgil, í urð (21/7). H.
46 cm. var. nemorosum. Hamrar (3/8). H. 33 cm.
7. E. pratense Ehrh., vallelfting — Alg.
’) Kleyfarklettar (nefnt at sumum).
3*
TÍMARIT UM ÍSI.ENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 35