Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 72

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 72
gresi (A. slolonifera). Hverfi þetta verður naumast til, nema þar sem einhver mold er eftir í liinu blásna landi. Það getur verið á misjafn- lega rökum svæðum, en varla þó þar sem mjög er blautt eða vatn leikur um. Klóelfting er þó ekki fær um að hefta uppblástur eða sandfok, en hún tefur oft fyrir, að berar moldir fjúki til fulls. Viðnám er hins vegar liafið jafnskjótt og túnvingull (F. rubra) tekur að festa rætur. Skriðlín- gresi (A. stolonifera) tekur því aðeins þátt í slíku viðnámi, að raki sé nægur. Að lokum vil ég geta hér einnar athugunar frá Kili. Eins og getið Iiefur verið, eru þar víðáttumiklir örfoka melar með einstökum gróður- torfum eða öllu heldur hnausum, sem leifum hins gamla eydda gróður- lendis. Mjög óvíða sést nýgróður á melum þessum, þó má sjá þess merki í einstöku dældum, þar sem vatn safnast í á vorin. Einni slíkri dæld skal lýst hér, en hún er í grennd við Svartá. Botn dældarinnar var þakinn leirblöndnum sandi með ósamfelldum gróðri. Auðséð var á öllu, að vatn liggur þarna á vorin og ef til vill einnig í rigningatíð á sumrin. í miðri dældinni var dálítil algróin bunga, nokkrir fermetrar að flat- armáli. Aðaltegund á bungu þessari var túnvingull (F. rubra), sem þakti langmestan hluta yfirborðsins. Aðrar tegundir voru: Skriðlíngresi (A. stolonifera), geldingahnappur (Armeria vulgaris), músareyra (Cera- stium alpinum), klóelfting (Equisetum arvense), fjallasveifgras (Poa alpÍ7ia), vallarsúra (Rumex acetosa), grávíðir (Salix glauca), loðvíðir (S. la^iata) og blóðberg (Thymus arcticus). Það er létt að sjá, hvernig á bungu þessari stendur. Þegar landið blés upp, hefur að lokum orðið eftir rúst af gróðurtorfu, sem vindurinn hefur ekki náð að feykja brott vegna rakans, sem þarna safnaðist. Sennilega hefur gróður aldrei horf- ið til fulls úr moldinni, eða að minnsta kosti hefur hún gróið löngu á undan umhverfi sínu, en síðar hefur gróðurinn breiðzt út um dældina frá bungunni, og sáust þess Ijós merki. Aðaltegundirnar í nýgróðri dældarinnar voru: túnvingull (F. rubra) og skriðlíngxesi (A. stoloni- fera). Dálítið var þar af fjallapunti (Deschampsia alpina) og klóelft- ingu (E. arvense). D. Melur. (The gravelly flats vegetation) Langvíðáttumesta gróðurlendi hálendisins er melurinn, ef á annað borð er hægt að kalla hann gróðurlendi. Ekkert orkar eins á ferða- manninn, er liann leggur leið sína um hálendið, eins og hinar enda- lausu auðnir, þar sem ekkert hvílir augað, einungis grjót og sandur svo langt sem augað eygir. En þó að öræfamelarnir virðist eyðimörk 70 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.