Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 82
í laut við rústina í sléttri hvilft, sem gengur inn í liana, sbr. myndina.
Stinnastör (C. rigida) og hengistör (C. rariflora) þekja álíka rnikið, en
stinnustarar gætir meira í gróðursvip. Klófífa (E. angustifolium) er
strjál, en þó eru nokkrir toppar af henni, þar senr blautast er. Gróð-
ursamsetningin minnir í senn á klófífu-flóa og stinnustararmýri, en
meira þó mýrina.
Belti Ib er þúfnastykki í dældinni, þar drottna stinnastör (C. Bige-
loiuii), hengistör (C. rariflora) og grávíðir (S. glauca). Þetta er aðal-
mýrargerð í veri þessu bæði í flánni sjálfri og utan hennar, og heyrir til
stinnustarar-hengistarar hverfinu.
Belti Ic er rústarjaðarinn, sem er allbrattur og algróinn þar sem
talningin var gerð, í efsta hluta lians er sarni gróðurinn og á rústarkoll-
inum, annars er hér um stinnustarar-grávíðihverfi að ræða, þar sem
stinnastör drottnar í gróðursvip og fleti.
Belti Id er rústarkollurinn, sem gróinn er að mestu, þó eru þar smá-
flög. Víðitegundirnar drottna þar.
Tab. XXXIX II a og d sýnir gróður í Loðnaversflá. Fláin er frern-
ur lítil um sig, og þar koma fram aðeins tvö gróðurbelti a og d. Rústin
er allhá eða um 1.5 m, en mikil um sig um 20 m á lengd og litlu minna
á breidd. Rústarjaðrarnir eru nær alls staðar svo rofnir, að enginn sam-
felldur gróður er í þeim, nema helzt þar sem kollgróðurinn teygir sig
niður í þá á stöku stað, aðallega sem smátoppar. Tjarnir eru þarna ein-
ungis inni við sjálfa rústajaðrana. Ild er hreinn klófífu flói, með kló-
fífu-hengistarar hverfi (E. angustifolium — C. rariflora soc.). Á rústar-
kollinum Ila er gróður ósamfelldur, kornsúra (Polygonum viviparum)
er með mesta tíðni, en annars ber þar rnikið á grávíði (S. glauca), gras-
víði (S.herbacea), krummalyngi (E. hermafroditum), fjallasveifgrasi
(Poa alpina) og lambagrasi (S. acaulis).
Tab. XXXIX III a og d eru úr Kjálkaversflá eins og I, en þessar
talningar eru gerðar í útjaðri fláarinnar, þar sem rústirnar eru mjög
lágar. Gróðurbelti verða þar einungis tvö. Illa sýnir gróðurinn í dæld-
unum, en þar er klófífu-hengistarar flói (E. anguslifolium — C. rari-
flora soc.), þar sem hengistörin þekur þó öllu meira en fífan. Illd sýnir
gróðurinn á rústarkollinum. Mosi er þar mjög mikill, svo að háplöntu-
gróðurinn verður ósamfelldur af þeim sökum. Stinnastör (C. Bigelo-
xuii) drottnar í gróðursvip, en allmikið ber á víði (Salix), hálmgresi (C.
neglecta) og bleikstinnung (Carex Lyngbyei X C. Bigeloiuii). Er þar
um að ræða eins konar millistig mýrar- og heiðargróðurs og svarar helzt
til beltis Ic.
Loks er í Tab. XXXIX IV a—d sýndur gróður í Þverbrekkuveri.
80 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði