Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 71
ins eru þarna þessar tegundir: klóelfting (E. arvense), grávíðir (S.
glauca) og bjúgstör (Carex maritima), sem allt eru tegundir, er heima
eiga í frumgróðri á rökum sandi. Annars er gróður þessa beltis allsund-
urleitur. Loks tekur við hrossanálarbeltið (Juncus balticus belt) (Tab.
XXXVI. 3). Nær það frá hálmgresis beltinu upp í neðanverða hlíð
Eystri ássins. Yfirborðið er óslétt og jarðvegur rakur, enda sígur fram
í það vatn frá uppsprettum undan ásnum, en umhverfis jrær er dýja-
gróður með dýjamosa (Philonotis jontana). Óvíst er, hvort þetta belti
hefur nokkurn tíma orðið örfoka. Hrossanál (Juncus balticus) og hálm-
gresi (Calamagrostis neglecta) eru drottnandi tegundir. Allmikið ber á
grávíði (S. glauca) og loðvíði (S. lanata), mýrelfting (Equisetum palus-
tre), og vallelfting (E. pratense) eru tíðar. Vex mýrelftingin þar sem
rakast er en vallelftingin á þurrustu blettunum. Tegundir eru heldur
færri en í hálmgresisbeltinu, en þéttleiki þeirra öllu meiri.
Eg hygg að gróðurþróunin (successio) hafi orðið með tvennum hætti
á svæði þessu, annars vegar frá þurrum moldarbornunr sandi, en hins
vegar frá rökum sandi umhverfis tjörnina. Gætu þær hafa verið með
þessum hætti:
Túnvinguls-klóelftingar belti —> Gras belti —> Gras-víði belti
F. rubra — E. arvense Gramine Gramine-Salix
_____________t
Hrafnafífu belti _____________Hálmgresis belti —>-Hrossanálar belti
E. Scheuchzeri Calamagrostis Juncus balticus
Lokastigin þarna eru því annars vegar víði-gras beltið en hins veg-
ar hrossanálarbeltið. Hvorugt er þó endanlegt lokastig gróðurs, og get-
ur brugðið til beggja vona hvert það yrði. Ef landið heldur áfram að
þorna er sennilegt, að það breyttist í þurra víðigrund. En einnig er
möguleiki á að það breyttist í mýri eða flóa, ef vatn tæki að safnast í
dældina.
Hér hefur verið minnzt á tvö gróðurhverfi, sem eru frumgróður
(pionær sociations) sá, sem mest gætir í nýgræðum hvarvetna um há-
lendið. Annað er hrafnafífu hverfið (E. Scheuchzeri soc.), sem verður
hvarvettna, þar sem vatn leikur unr sand, er tekur að gróa. Það er alls
staðar að finna meðfranr lækjum og vötnunr, en það er einnig fyrsta
gróðurhverfið á rökum foksandssvæðum. Tegundir þær, sem ófrávíkj-
anlega fylgja hrafnafífunni eru hálmgresi (C. neglecta) og skriðlíngresi
(A. stolonifera).
Hitt gróðurlrverfið er klóelftingar lrverfið (E. arvense soc.) en fylgi-
plöntur klóelftingarinnar eru túnvingull (F. rubra) og oft skriðlín-
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra G9