Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 80

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 80
voru aðaltegundirnar krummalyng (Empetrum hermafroditum), blá- berjalyng (Vaccinium uliginosum), grávíðir (Salix glauca) og grasvíðir (S. herbacea). Sums staðar í jöðrum þessum er háplöntugróðurinn sund- urlaus, og verða mosar þar drottnandi í svip og fleti. Aðrar helztu teg- undirnar í rústajöðrunum eru: smjörgras (Bartsia alpina), mosalyng (Cassiope hypnoides), axhæra (Luzula spicata), kornsúra (Polygonum viviparum), og sýkigras (Tofieldia puilla). Hendir margt til, að snjór liggi þar alllengi. í lægðunum var stinnustarar-hengistarar hverfi (Ca- rex Bigelowii — C. rariflora soc.) útbreiddast. Var það þó víða dálítið blandið klófífu (Eriophorum angustifolium). Þar sem þurrast var í dældunum gætti grávíðis (S. glauca) mikið, þar var einnig allmikið af smjörgrasi (B. alpina). Meðfram tjömum og pollum var jafnan belti af mjög stórvaxinni stinnustör (C. Bigelowii), er þar um að ræða vatnatil- brigði af lienni, sem er allalgengt í hálendinu, og sums staðar voru toppar af Ijósustör (Carex rostrata). Önnur flá var þá í Tjarnarveri við Bólstað. Þar hagar landi svo, að næst Þjórsá er bunguvaxin hæð. Ofan við hana er allstórt gróðursvæði, og í því var fláin. Rústirnar voru allmiklar um sig, aflangar um 25 m á lengd en 15 m á breidd, en fremur lágar eða varla yfir 1 m. Rofbakk- ar voru utan í sumum þeirra. Kollar þeirra voru að mestu grónir, en þó með smáflagskellum. Þar uxu aðallega grávíðir (S. glaucá), grasvíðir (S. herbacea), krummalyng (E. hermafroditum) og stinnastör (C. Bige- lowii), en innan um þenna gróður voru grámosablettir (Rhacomitrium) og fjallagrasaskúfar (Cetraria islandica). Þar sem lægst bar milli rúst- anna voru smátjarnir, gróðurlausar að heita mátti, en umhverfis þær var belti af klófífu (E. angustifolium), hrafnafífu (E. Scheuchzeri) ásamt hálmgresi (Calamagrostis neglecta). Þar sem þurrast var í dældunum óx lágvaxinn grávíðir við hliðina á klófífuhverfinu. Flá þessi virtist vera að þorna. í útjöðrum hennar voru rústir með sama gróðri í kolli og inni í flánni og lýst var, en í dældunum var víðiheiði (Salix ass.) með blettum af hálmgresi. Má kalla, að þar hverfi fláin yfir í fullþroskað lieiðarland, þar sem ósamfellt víði-krummalyngs hverfi var á hávöðum og rimum, en hnéhátt kjarr af gulvíði (.S'. phylicifolia) og loðvíði (S. lanata) var í dældunum. Sums staðar óx svo mikið af ljósbera (Viscaria alpina) að roða sló á víðiheiðina. Ég hefi nær hvergi annars staðar séð þornaða flá, sem kalla mætti að hefði staðnað í forminu en varizt upp- blæstri. í Kjálkaveri og Loðnaveri voru einnig flár, sú stærri í Kjálkaveri. Rústirnar þar voru meðalháar 1—1.5 m á hæð og víðast mjög óreglu- legar með rofgeilum og bökkum. I útjaðri fláarinnar voru rústirnar 78 Flóra - tímarit um íslenzka orasafræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.