Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 28
um. Norðvestan í hálsinn er aðskilur Hörðudal og Miðdali, gengur
stór hvilft eða dalverpi. Þar standa tveir bæir, og er annar þeirra hinn
sögulegi Snóksdalur. Umhverfis dalverpi þetta er landið mjög hrjóstr-
ugt og sérkennilegt. Má sjá þar einkennilegar klettaldeinar með sér-
stæðum gróðri í.
Sem framhald af Miðdalaundirlendinu er breið, en þó mjókkandi
láglendisspilda með sjó fram vestur á bóginn alla leið til Gunnarsstaða.
Norðan mynnis hins eiginlega Hörðudals er þetta láglendi allvíðáttu-
mikið, en stór hluti þess er einungis grónar sjávarflæðar, því að sjór
gengur hér hátt upp, þegar stórstreymt er. Hér eru því víða finnanleg
lygn síki og stöðupollar, sums staðar með ísöltu vatni í. Þegar upp
fyrir sjávarflæðar kemur á milli Gljúfurár og Hörðudalsár, er landið
lágt yfir sjó, 60—80 m á stóru svæði. Þarna er nokkur byggð, en víða
mjög hrjóstrugt— melar, móar og klappir, er út fyrir túnin kemur. Er
gróður allur því fátæklegur og gróskulítill, enda blasir landsvæði þetta
beint við norðannæðingnum. Suður til fjallanna hækkar auðnarlegt
landið líðandi liægt, og skiptast sífellt á hvilftir, melhólar og hæða-
drög. Tvær gljúfurár, auk sýslumarkaárinnar, falla hér til sjávar, en
þær eru: Bakkaá og Skrauma.
2. Veðráttufar.
í Dalasýslu er veðráttufar allóstöðugt, nokkuð úrfellasamt og vestan-
vindar tíðir. Þó er þetta mjög breytilegt eftir því, hvar er í sýslunni.
Á rannsóknarsvæði mínu er jafnvel stórfelldur munur á ársúrkomunni.
Lýsir það sér bezt í hinni mismunandi snjódýpt umræddra dala, og þá
um leið í mismunandi samsetningu gróðursins og þroska. T. d. eru
snjóþyngsli mun meiri bæði í Hauka- og Hörðudal en í Miðdalabyggð.
Eftirfarandi tafla sýnir 30 ára (1901—1930) meðalhita í Miðdölum.
Þar sem stöðin þar, Hamraendar, hefur starfað aðeins í rúman áratug,
liefur Veðurstofan reiknað út meðaltal þetta með ldiðsjón af meðal-
hita í Stykkishólmi:
Hiti °C (30 ára meÖaltal, 1901—1930).
Janúar --2,8 Maí 4,5 Sept. 7,0
Febr. h-2,5 Júní 8,5 Okt. 2,5
Marz -- 1,6 Júlí 10,7 Nóv. -f- 0,5
Apríl 0,8 Ágúst 8,8 Des. -5- 1,8
Árið 2,8
26 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði