Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 98
DOKTORSPRÓF í GRASAFRÆÐI.
Síðast á árinu 1966 lauk Hörður Kristinsson frá Arnarhóli doktorsprófi í líf-
fræði, með grasafræði sem aðalgrein, við háskólann í Göttingen í Þýzkalandi. Hörð-
ur er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1958. Stundaði líffræðinám,
fyrst í Freiburg og síðan í Göttingen. Ritgerð Harðar til doktorsprófs fjallar um
rannsóknir hans á tveimur sníkjusveppategundum, og nefnist á þýzku: Unter-
suchungen zum sexuellen Entwicklungsgang von Pseudopeziza medicaginis (Lib.)
Sacc. und Drepanopeziza ribis (Kleb. v. Höhn.)
Annars hefur Hörður mestan áhuga á flétturannsóknum, og hefur nú fengið
til jress ríflegan styrk, að kanna fléttuflóru landsins. Safnar hann hér heima á sumr-
um, en á vetrum dvelur hann við rannsóknir á safni sínu, við Duke-háskóla í Karó-
línufylki i Bandaríkjunum.
Hörður er einn af stofnendum Flóru, og einn af ritstjórum hennar síðan, en
hefur þó minna getað sinnt ritinu en skyldi, vegna langvarandi dvalar utanlands.
Vonandi fáum við að njóta krafta hans betur og í meiri mæli innan tíðar.
H.Hg.
NÝJAR RANNSÓKNIR Á JURTALEIFUM
FRÁ GLERÁRDAL.
Kölnarmenn hafa á undanförnum árum látið sér annt um fornlíffræðilegar
rannsóknir á Islandi, og hefur mörgu verið aukið við Jrekkingu okkar í þeim grein-
um.
Nýlega var skýrt frá greiningu, sem gerð hefur verið á frjókornum úr surtar-
brandi af Glerárdal, sem dr. Trausti Einarsson safnaði í Lambárdalsöxl sumarið
1940.
Reyndist prufa jressi rík af frjókornum, og svo sem venja er um slíkar prufur
voru þar starafrjó í meiri hluta, en auk þess fundust fró allmargra trjákynja, sem
nú eru sum hver ekki lengur til í landinu. Má þar nefna t. d. lerki (Larix), birki
(Betula), ösp (Populus), víðir (Salix), eik (Quercus), hesli (Corylus), ennfremur mik-
ið af frjóum af Myrica og Carya.
Höfundur greinarinnar, Georg Schultz telur að þessi samsetning bendi til tertí-
ers aldurs og þá sennilega pliozens.
HEIMILD.
Scliultz, Georg: Einige weitere pollenanalytische Untersuchungen von isliindischcn Ligniten.
— Neues Jahrbuch fúr Geol. Paláont. Mh. 5, 1967.
H.Hg.
96 Flárn - tímarit um íslenzka grasafræði