Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 50
219. Matricaria maritima L. var. phacoccphala (Rupr.) Hyl., baldursbrá — Víða við bæi.
Sfn: Erpsstaðir (29/7). H. 33 cm. Nót: Fremri Hrafnabjörg, Fellsendi, Neðri Hunda-
dalur, Saurstaðir, Skriðuholt.
220. M. matricarioides (Bong.) l’orter, gulbrá — Sfn: Neðri Hundadalur (í nánd við bæ-
inn) (2/8). H. 22 cm, í blóma. Leikskálar (4/8). í hlaðvarpanum. Hafði vaxið þar um
2ja ára bil.
221. Chrysanthemum lcucanthemum L., freyjubrá — Sfn: Þorbergsstaðir (28/7). H. 33 cm.
222. Leontodon autumnalis L., skarifífill — Alg.
223. Taraxacum officinale L., túnfífill. — (Samtegund). — Alg.
224. Taraxcum croceum Dahlst., engjafífill. — (Samtegund). Hér og livar. Sfn: Jörfi (3/8).
H. 16 cm. ekki full-útsprunginn. Stöngullinn ljósrauður neðan til. Blöðin heilrend
framan til, annars broddtennt og með dumbrauðum miðstreng.
225. Hieracium islandicum Dahlst., Islandsfífill. — Mjög víða. Sfn: Fremri Hrafnabjörg
(30/7). H. 35 cm. Núpur (4/8). H. 31. cm.
226. Hieraciunt repandum Dahlst., bugtannafífill. — Víða. Sfn: Fellsendi (1/8). H. 30 cm.
Kvennabrekka (27/7). H. 21 cm. Gunnarsstaðir (5/8). H. 26 cm. Þvermál körfunnar
4 cm.
227. Hieracium microdon Dahlst., smátannafífill. — A mörgum st. Sfn: Haukadalsárgljúf-
ur (28/7). H. 30 cm.
228. Hieracium belonodontum Dahlst., hátannafífill. — Sfn: Skarð (4/8). H. 35 cm.
229. Hieracium holoplcuroides') Dahlst., grákollsfífill. — Haukadalur á n. st. Sfn: Núpur
4/8). H. 45 cm.
Eins og að framan greinir er tala þeirra plantna, er þeir Helgi
Jónsson og Ingólfur Davíðsson hafa skrásett sem fundnar í Dalasýslu
allri, 269. En í þessari tölu eru ekki þær undafíflategundir, sem Helgi
fann, að undanskildum íslandsfífli (H. islandicum), en það voru eftir-
taldar tegundir:
Hieracium alpinum L.
H. praepallens-’) Dahlst.
H. hemitrichotum Zahn.
H. holopleuroides Dahlst
H. holopleurum Dahlst.
Er þá talan komin upp í 279. Þá eru enn til viðbótar 5 tegundir,
sem aðrir jurtasafnendur hafa fundið, og eru þær sem liér segir:
Hicracium macrocomum Dahlst. (F. af Stef. Stef.).
Hieracium stenopholidium Dahlst. (F. af Gunnar Kjellberg).
Listera ovata R. Br. (F. af Markúsi Torfasyni).
Luzula pallescens Sw. (F. af Gnðm. Magnússyni). Ákvörðnn þessarar tegundar er
álitin vafasöm.
Rhinanthus groenlandicus (Chab) Oslenf. (Finnandi óviss).
H. magnidcns Dahlst.
H. repandum Dahlst.
H. senex Dahlst.
H. thulcnse Dahlsl.
') Er nú talinn sem afbrigði af H. bolopleurum.
-) Tegund þessi, er áður var skoðuð sem sjálfstæð, er nú talin lil H. senex.
48 Flúra - tímarit um íslenzka grasafræði