Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 11
komuna, en þar mun hann vafalaust hafa orðið fyrir vonbrigðum. Fasta
stöðu fékk hann ekki fyrr en löngu síðar, en hafði ofan af fyrir sér með
stundakennslu. Kenndi hann við Verz.lunarskólann, Menntaskólann og
Kennaraskólann. Ekki fékk hann þó að kenna sína eigin sérgrein nema
að mjög litlu leyti í Menntaskólanum, heldur kenndi hann landafræði
(ver/dunarlandafræði í Verzlunarskólanum), dönsku og reikning, og
síðar stærðfræði í 4. bekk Menntaskólans. Vera má, að liann hafi kennt
í fleiri skólum, þótt mér sé það eigi kunnugt, enda skiptir það minnstu
máli. Loks var liann ráðinn fastur kennari við Kennaraskólann 1920,
en fluttist frá honum að Menntaskólanum 1923, en kenndi þó áfram
í Kennaraskólanum. Ekki naut hann hinnar föstu stöðu þar nema tæp
tvö ár. En þau ár var náttúrufræði aðalkennslugrein hans, og þótt
kennarastöður væru illa launaðar, var þó drjúgum betra að vera fast-
ur kennari en lifa af stundakennslu. Dómar um kennslu Helga Jóns-
sonar eru misjafnir eins og gengur, en af þeim má þó ráða, að honum
hafi ekki verið kennsla sérlega tiltæk, enda ekki að undra, þótt honurn
gætu verið mislagðar hendur í þeim efnum, þar sem hann lengstum
hlaut að kenna greinar, sem voru mjög fjarskyldar hugðarefnum hans.
Mun liann og naumast hafa haft fullt vald á stærðfræðikennslu. En
yfirleitt var hann vinsæll af nemendum sínum.
Til rannsókna sinna naut liann árlegra styrkja úr landssjóði og síð-
ar ríkissjóði. Voru þeir allríflegir á þeirra tíma mælikvarða, og nálg-
uðust kennaralaun eins og þau voru þá við Menntaskólann, og stund-
um hærri. En vitanlega gerðu þeir honum ekki kleift að ferðast að ráði.
Ekki mun hann hafa tekið verulegan þátt í félagslífi eða opinber-
um málum. Mun þar bæði hafa komið til hlédrægni hans, og að lrugð-
arefni hans voru á öðru sviði. Þó var hann virkur félagi í Náttúrufræði-
félaginu. Hann var í upphafi einn af stofnendum þess, og gjaldkeri
félagsins var hann frá 1906 til dauðadags. Umsjónarmaður gi'asasafns
Náttúrugripasafnsins var hann síðari árin og aðstoðaði oft Bjarna Sæ-
mundsson við almenna umsjón safnsins, enda var ætíð góð vinátta og
samstarf þeirra á milli.
Þegar tveggja akla afmæli Eggerts Ólafssonar nálgaðist var Helgi í
þeinr hópi áhugamanna, sem beittu sér fyrir því, að stofnaður yrði
minningarsjóður um hann. Skyldi sjóðurinn verða til styrktar íslenzk-
um náttúruvísindunr. Helgi var gjaldkeri sjóðsins frá stofnun hans, og
einn helzti franrkvænrdamaðurinn unr að afla lronunr fjár. Trúði hann
og þeir forgöngumenn sjóðstofnunarinnar á það, að sjóðurinn mætti
verða traustur bakhjarl íslenzkum náttúrufræðunr og voru furðu bjart-
sýnir unr hve mikils fjár mætti afla til hans. F.nda þótt engin fyrirhöfn
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 9