Árbók skálda - 01.12.1958, Page 11

Árbók skálda - 01.12.1958, Page 11
Einar Kristjánsson Freyr: Svo er mdl með vexti Já, góðir hálsar, svo er mál með vexti, að í febrúar s. 1. barst mér bréf frá Ragnari Jónssyni, útgefanda, og Kristjáni Karlssyni, ritstjóra. Ár- bók skálda var í uppsiglingu og í bréfinu mælzt til þess, að ég gerði grein fyrir skoðun minni á íslenzkri nútíma ritlist yfirleitt, fyrirmyndum hennar, stefnu og þróun. Einnig átti ég að gera grein fyrir skoðun minni á ýmsu öðru viðvíkjandi list. Ég hef lengi verið þess vís, að skáld og rithöfundar ungir sem gamlir, nú á dögum, virðast ekki hafa hugmynd um það á hvaða hugmynda- sviði (ideologi) þeir standa. Sumir yrkja eins og þeir hafi alizt upp á dög- um Hitlers og verið skáld í Þýzkalandi 1933—1939. En aðrir skrifa eins og þeir hafi alizt upp í hrörnandi menningu Rómverja og verið jafnvel undir áhrifum frá Neró keisara. Svo skrifa aðrir og yrkja eins og þeir væru 18. aldarmenn. Til eru þeir höf'undar, sem skril'a um vélamenn- ingu nútímans, en félagslegt hugmyndasvið þeirra virðist ekki vera komið lengra en það var hjá steinaldarmönnum. Já, góðir hálsar, hvílíkt samræmi efnis og anda. Jæja, ég tók að hugsa málið, bera saman bækur og tímarit og bera það svo aftur saman við mínar eigin skoðanir og reynslu, hversu haldgott sem slíkt má vera. Til þess að geta gert sér grein fyrir nútíma ritlist, hvort heldur hún er útlend eða innlend, væri skynsamlegt að gera sér einnig grein fyrir því, í hverju nútíma liugsun er íólgin, hugsaði ég með mér. Þá þarf einnig að bera sarnan ýmsar aðrar listgreinir. Nei, góðir liálsar, þetta er ekkert smáverkefni. I meira en hálfan mánuð gerði ég svo til ekkert að gagni annað en að íhuga þetta mál. Og þó ég skryppi niður á Borg og fengi mér eitt lítið staup til þess að dreifa huganum, var ég óðar sokkinn niður í þetta nýja hugðarefni, sem þeir Ragnar og Kristján fólu mér að leysa, og eins og segir í sögunni, setti ég á laggirnar nrargar nefndir inni í sjálf- um mér og lét þær starfa í ýmsurn tímabilum sögunar, og áður en ég vissi af, hafði ég yfirgefið sjússinn og Borgina og farið heinr á leið með allar nefndirnar inni í mér masandi franr og aftur um einkenni hinna ýmsu tínra- bila. Það var ekki urn annað að ræða en að ganga á nefndarfund og skrifa niður það sem hinar ýmsu nefndir hefðu að segja, já, undir viðlíka kringumstæðum myndi ég hafa yfirgefið sjálfa Babylon. Hvílrk léttúð!

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.